10.3.2018 : Bóka- og bíóhátíð barnanna

Bokogbio16. - 23. mars 2018 stendur Hafnarfjarðarbær fyrir Bóka- og bíóhátíð barnanna. 
Bókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í hátíðahöldunum að venju. 

 • Mánudagur 19. mars kl. 17
  BÓKABINGÓ
  Við spilum bingó í fjölnotasal (kjallara) bókasafnsins. Aðgangur ókeypis og veglegir vinningar í boði fyrir heppna bingóspilara. 
 • Fimmtudagur 22. mars kl. 17-18
  SPUNASÖGUSTUND
  Sögð verður spunasaga í samvinnu við áheyrendur sem hjálpa til við persónusköpun, atburðarás og myndskreytingu. 

Alla dagana á meðan á hátíðinni stendur verður eftirfarandi í boði:

 • Útlánaleikur
  Allir sem taka barna- og unglingabækur að láni fá afhenta þátttökuseðla sem þeir geta fyllt út og skilað í skilakassa. Í lok hátíðarinnar verða 3 heppnir þátttakendur dregnir út og hljóta þeir bækur í verðlaun. 
 • Ljóð úr bókatitlum
  Á barna- og unglingadeild geta gestir spreytt sig á að búa til ljóð úr bókatitlum. 
 • Bækur og bíómyndir
  Við stillum fram bókum og bíómyndum gerðum eftir þeim. Allt efnið er að sjálfsögðu til útláns. 

...meira

19.2.2018 : Viðburðir á bókasafninu í vetrarfríi grunnskóla

Vetrarfri2018Við bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu. Á barnadeild verður hægt að föndra, spila og lita alla dagana en einnig verður boðið upp á sögustund, bíósýningar og föndur með sérstakar tímasetningar. 

Laugardagur 24. febrúar
KL. 13 SÖGUSTUND 
Lesin verður saga sem hentar börnum á aldrinum 4-8 ára.


Mánudagur - 26. febrúar
KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ 
Kvikmyndin Níu líf verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.

KL. 14-16 SLÍMGERÐ
Við tökum þátt í slímæðinu og útbúum slímverksmiðju í fjölnotasal bókasafnsins. Allt efni á staðnum. 


Þriðjudagur - 27. febrúar
KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ 
Kvikmyndin The Lego Batman Movie verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.

KL. 14-16 FUGLAFÓÐURSGERР
Við ætlum að föndra fuglafóðrara sem hægt er að hengja í tré eða utan á hús.
...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is