26.9.2016 : Landsfundur starfsfólks bókasafna

LibraryclockStarfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar tekur þátt í Landsfundi starfsfólks bókasafna. Af þeim sökum verður röskun á afgreiðslutíma bókasafnsins í lok vikunnar. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda. 

- fimmtudagur 29. september : OPIÐ 13 - 19
- föstudagur 30. september : LOKAР
- laugardagur 1. október : OPIÐ 11 - 15

Skiladagur gagna sem þegar eru í útláni og voru með þessa skiladaga færist yfir á mánudaginn 3. október.
Sektir reiknast ekki fyrir fimmtudag og föstudag. 

Fólk sem fær DVD-myndir lánaðar á þriðjudag (27. sept.) og miðvikudag (28. sept.) má skila þeim mánudaginn 3. október. 

...meira

25.8.2016 : Uppskeruhátíð Sumarlesturs Bókasafns Hafnarfjarðar

Sumarlestur_fbevent_cover

Nú kveðjum við Sumarlesturinn með stæl, skemmtum okkur saman og fögnum frábærum árangri þátttakenda í ár.

Allir þeir sem tóku þátt í Sumarlestrinum eru hvattir til að mæta með lestrardagbókina sína því á hátíðinni munum við setja allar dagbækurnar í pott og draga út vinninga.

  • Kl. 12 Pylsupartý og hoppukastali fyrir framan bókasafnið
  • Kl. 12-13 Andlitsmálun
  • Kl. 13 Ævar Þór rithöfundur og vísindamaður les fyrir okkur úr væntanlegri bók sinni „Þín eigin hrollvekja“

Eftir upplesturinn verða svo dregnir út vinningar í lokahappdrætti sumarsins.

Ekki gleyma lestrardagbókinni!

Komið og fagnið með okkur, allir velkomnir!

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is