27.4.2017 : Maíhátíð á Bókasafni Hafnarfjarðar

MaihatidinÞýsk-íslenska tengslanetið (Deutsch-isländisches Netzwerk) stendur fyrir hinni árlegu maíhátíð laugardaginn 6. maí kl. 15:30

Hátíðin mun eiga sér stað fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar og færir sig einnig inn fyrir dyr bókasafnsins.

Þýska sendiráðið og Bókasafn Hafnarfjarðar eru stuðningsaðilar hátíðarinnar.

Maítrén verða skreytt til þess að fagna sumarkomu, það verður hlegið, dansað og maídrykkurinn (áfengislaus) drukkinn. Það verða leikir fyrir börn, tombóla, tónlist og fleira.

Allir eru velkomnir!

...meira

12.4.2017 : Bjartir dagar á Bókasafni Hafnarfjarðar

Mynd af logoi bjartra dagaDagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar á Björtum dögum verður fjölbreytt og skemmtileg. 

Miðvikudagur 19. apríl
Töframaðurinn Einar einstaki heldur tvær sýningar, kl. 16:30 og 17:30

Föstudagur 21. apríl
Óvissubækur verða til útláns fyrir alla aldurshópa. Óvissubækur eru bókasafnsbækur sem búið er að pakka inn og því veit lánþeginn ekki hvaða bók leynist í pakkanum. Utan á pakkanum eru vísbendingar um innihaldið og spennandi er að opna pakkann þegar heim er komið. 

Laugardagur 22. apríl

Föndur á barna- og unglingadeild:
Allan daginn
Á barna- og unglingadeild verður boðið upp á föndur fyrir alla fjölskylduna. 

Ástandsskoðun hjóla:
Kl. 11-13
Dr. Bæk verður með ástandsskoðun á hjólum. Öllum er boðið að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun frá kl. 11-13.

Kryddjurtaræktun - sýnikennsla
Kl. 12
Auður Rafnsdóttir, höfundur bókarinnar Kryddjurtarækt fyrir byrjendur, verður með sýnikennslu í kryddjurtaræktun í fjölnotasal (kjallara) bókasafnsins frá kl. 12. Þátttaka er ókeypis en takmörk eru á fjölda og því er nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst í netfangið eddahrund@hafnarfjordur.is .

Andlitsmálun
Kl. 13-14
Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börn á 1. hæð bókasafnsins frá kl. 13-14.

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is