17.7.2017 : Sumarlestur

Sumarlestur2017

Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar fyrir krakka sem lesa sjálfir. 

 • Sumarlesturinn okkar hefur göngu sína fimmtudaginn 
  1. júní og verður fram til 18. ágúst. 
 • Líkt og áður mæta börnin á Bókasafn Hafnarfjarðar, skrá sig til leiks og fá lestrardagbækur til útfyllingar. Skráningarblöð og lestrardagbækur verða bæði í afgreiðslu og á barnadeild.
 • Fyrir hverja lesna bók, myndasögu, tímarit eða hljóðbók fá þátttakendur stimpil í lestrardagbókina og geta fyllt út bókaumsögn og sett í rauða póstkassann á barnadeildinni. Bókaumsagnarmiðar verða bæði í afgreiðslu og á barnadeild. Það má alveg fá slíka miða afhenta fyrirfram og fylla út heima hjá sér. 
 • Á hverjum föstudegi í sumar drögum við úr bókaumsögnum og tilnefnum lestrarhest vikunnar og hlýtur hann verðlaun. 
  Fyrsti útdráttur er 9. júní. 
 • Laugardaginn 2. september verður uppskeruhátíð sumarlestursins! 
  Við gerum okkur glaðan dag, grillum og fögnum góðum lestrarárangri í sumar. 
 • Eftir 18. ágúst geta þátttakendur skilað lestrardagbókum sínum á Bókasafn Hafnarfjarðar og fengið glaðning. Þær lestrardagbækur sem berast fyrir uppskeruhátíð eru settar í pott og dregnir verða út vinningar á hátíðinni. 

Þátttakan í sumarlestrinum í fyrra var gríðarlega góð og stefnum við að sjálfsögðu að því að bæta það met í ár! :) 

Góðar lestrarstundir í sumar!

...meira

20.6.2017 : Samstarfsfólk óskast

2017_bokavardaauglysing_fjardarfrettirLangar þig að vinna á fjölbreyttum og skemmtilegum vinnustað í hjarta Hafnarfjarðarbæjar? 

Við á Bókasafni Hafnarfjarðar óskum eftir nýju og hressu samstarfsfólki.

Áhugasamir, endilega kíkið á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar og sækið um að vinna með okkur!

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is