28.4.2015 : Maíhátíð - Maifest

mynd af skreyttu tréÞýsk-íslenska tengslanetið stendur fyrir maíhátíð á Bókasafni Hafnarfjarðar laugardaginn 2. maí kl. 16:00 - 18:00. 

Maíhátíð er þýsk hefð þar sem tré eða greinar eru skreyttar með litríkum böndum, pappírsblómum og skilaboðum um vináttu. Trén eru síðan gefin góðum vinum og höfð til sýnis allan maímánuð.

Dagskráin er eftirfarandi:
> maítrén skreytt
> dansað inn í maímánuð
> kaffi, kökur og hefðbundinn maídrykkur
> ýmsir leikir fyrir börn
> tombóla
> hestakerruferðir

Hátíðin verður haldin á planinu fyrir framan Bókasafn Hafnarfjarðar og á fyrstu hæð safnsins. Strandgötunni verður lokað frá Linnetstíg að Reykjavíkurvegi. Í boði verður akstur í hestakerru um Strandgötuna, leikir fyrir börnin, tombóla, kaffi, kökur o.m.fl.

Endilega fjölmennið á þennan vorlega viðburð.

...meira

28.4.2015 : 1. maí á Bókasafni Hafnarfjarðar

Bókasafn Hafnarfjarðar verður lokað föstudaginn 1. maí á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Safnið verður svo opið venju samkvæmt laugardaginn 2. maí frá kl. 11:00 - 15:00. 

Bendum einnig á að DVD-myndum sem fengnar eru að láni á miðvikudag (29. apríl) og fimmtudag (30. apríl) má skila á mánudaginn 4. maí. Löng DVD-útlán vegna 1. maí. 

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is