17.9.2019 : Lokað föstudaginn 27. september

ThrifBókasafn Hafnarfjarðar verður LOKAÐ föstudaginn 27. september vegna hreingerninga.

Skiladagur safngagna sem var 27. september færist sjálfkrafa til 30. september!

Bókasafnið verður opið laugardaginn 28. september frá kl. 11:00 til 15:00.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.

Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar

...meira

17.9.2019 : Námsaðstoð

logo rauða krossins í hafnarfirði og garðabæ

Námsaðstoð Rauða krossins
Þriðjudagar kl. 15:00 til 17:00

Verkefnið Námsaðstoð Rauða krossins er unnið í samvinnu Bókasafns Hafnarfjarðar og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.

Heimavinnuaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk. Markmið verkefnisins er styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.

Heimavinnuaðstoðin verður á þriðjudögum milli kl. 15:00 og 17:00 í Fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar (gengið niður stiga hjá barna- og unglingadeild).

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við heimanámið. Sjálfboðaliðarnir eru flestir grunn- og/eðaframhaldsskólakennarar með mismunandi sérhæfingu og reynslu.

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is