7.11.2016 : Kynstrin öll - jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar

Banner-fyrir-FacebookBókasafn Hafnarfjarðar verður með eftirfarandi jóladagskrá í boði í nóvember og desember. Á stóru upplestrarkvöldunum tveimur myndum við kaffihúsastemningu í samstarfi við Súfistann. 

Þriðjudagur 22. nóvember kl. 17
Upplestur fyrir yngri börnin 
> Ósk Ólafsdóttir - Búðarferðin
>
Jóna Valborg Árnadóttir - Hetjubókin

Fimmtudagur 24. nóvember kl. 20 
Fyrra upplestrarkvöldið 
> Stefán Máni - Svarti galdur
> Andri Snær Magnason - Sofðu ást mín
hlé 
> Gerður Kristný - Hestvík 
> Vigdís Grímsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir - Elsku Drauma mín

Þriðjudagur 29. nóvember kl. 17
Upplestur fyrir eldri börnin
> Gunnar Helgason - Pabbi prófessor 
> Ævar Þór Benediktsson - Þín eigin hrollvekja

Fimmtudagur 1. desember kl. 20
Seinna upplestrarkvöldið
> Davíð Logi Sigurðsson - Ljósin á Dettifossi
>
Lilja Sigurðardóttir - Netið 
hlé 
> Þórarinn Eldjárn - Þættir af séra Þórarinum
> Auður Ava Ólafsdóttir - Ör

Þriðjudagur 6. desember kl. 17
Jólaföndur
> Allir velkomnir í jólakósý á Bókasafni Hafnarfjarðar. Jólatónlist, piparkökur og jólaföndur.

...meira

28.10.2016 : Hrekkjavaka á Bókasafni Hafnarfjarðar

skuggaleg hrekkjavökumyndÞað verður hrollvekjandi stemning á Bókasafni Hafnarfjarðar laugardaginn 29. október!

Draugalegum bókum verður stillt upp bæði á 2. hæð og á barna- og unglingadeild. Hryllingsmyndir verða í aðalhlutverki á 1. hæð og drungaleg tónlist spiluð á tónlistardeildinni.

Kl. 12 Draugaleg andlitsmálun í boði fyrir þá sem þora.

Kl. 13 Inga Mekkin Beck les upp úr nýrri bók sinni.
Skóladraugurinn er spennandi saga um dularfulla atburði
sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku 
barnabókaverðlaunin 2016.

Á barna– og unglingadeild verður gestum boðið upp á að kynnast draugum og óvættum frá Póllandi og spila hrollvekjandi spil.

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is