29.4.2016 : Maíhátíð á Bókasafni Hafnarfjarðar 

Mynd af maítré.Laugardaginn 30. apríl frá klukkan 16 - 18 stendur Þýsk-íslenska tengslanetið fyrir maíhátíð á Bókasafni Hafnarfjarðar. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, þar á meðal hestakerruferðir, leiki, tombólu, kaffi, kökur og maídrykk. Allir eru velkomnir. 

...meira

12.4.2016 : Bjartir dagar á Bókasafni Hafnarfjarðar 

Mynd af logoi bjartra dagaÞað verður fjölbreytt dagskrá í boði á Björtum dögum á bókasafninu. Föndur á barnadeild fyrir alla fjölskylduna og innpakkaðar óvissubækur til útláns fyrir alla aldurshópa.

Miðvikudagur 20. apríl

Kl. 16:30 & 17:30 Töframaðurinn Einar einstaki heldur tvær galdrasýningar á bókasafninu síðasta vetrardag.

Laugardagur 23. apríl

Kl. 11-12 Fulltrúar frá hjólreiðaverkstæði Arnarins aðstoða við að pumpa í dekk og smyrja keðjur. Það er því tilvalið fyrir þá sem ætla að taka þátt í hjólaratleiknum að byrja á því að renna við á bókasafninu.

Kl. 13-14 Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börn á 1. hæð bókasafnsins.

Athugið að bókasafnið er lokað sumardaginn fyrsta.

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is