15.6.2015 : Afgreiðslutími Bókasafns Hafnarfjarðar vikuna 15. - 20. maí 

íslenski fáninn í fánaborgFrávik verða í þessari viku frá venjubundnum afgreiðslutíma Bókasafns Hafnarfjarðar. 

Við höldum öll upp á 17. júní með pompi og prakt og því verður bókasafnið lokað á þjóðhátíðardaginn. Í sömu viku fellur 19. júní en sá dagur er helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og verður bókasafnið lokað frá kl. 13:00 á þeim merka degi, sem og aðrar stofnanir Hafnarfjarðarbæjar.

- mánudagur 15. júní: 10:00 - 19:00  
- þriðjudagur 16. júní: 10:00 - 19:00 
- miðvikudagur 17. júní: LOKAÐ
- fimmtudagur 18. júní: 10:00 - 19:00 
- föstudagur 19. júní: 10:00 - 13:00
- laugardagur 20. júní: LOKAÐ

Gleðilega þjóðhátíð! 

...meira

29.5.2015 : Sumarlestur hjá Bókasafni Hafnarfjarðar

mynd af auglýsingu fyrir sumarlesturSumarlesturinn er hafinn hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Allir krakkar sem farnir eru að lesa sjálfir geta tekið þátt (það má lesa bækur, myndasögur, tímarit, hljóðbækur, o.fl.). 
Endilega kíkið til okkar og náið ykkur í bækling til útfyllingar.  

Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og glaðning að lestri loknum. Tekið verður við útfylltum bæklingum (ekki þarf að klára að fylla út allan bæklinginn, bara vera með) eftir 15. ágúst. 

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is