19.2.2018 : Viðburðir á bókasafninu í vetrarfríi grunnskóla

Vetrarfri2018Við bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu. Á barnadeild verður hægt að föndra, spila og lita alla dagana en einnig verður boðið upp á sögustund, bíósýningar og föndur með sérstakar tímasetningar. 

Laugardagur 24. febrúar
KL. 13 SÖGUSTUND 
Lesin verður saga sem hentar börnum á aldrinum 4-8 ára.


Mánudagur - 26. febrúar
KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ 
Kvikmyndin Níu líf verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.

KL. 14-16 SLÍMGERÐ
Við tökum þátt í slímæðinu og útbúum slímverksmiðju í fjölnotasal bókasafnsins. Allt efni á staðnum. 


Þriðjudagur - 27. febrúar
KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ 
Kvikmyndin The Lego Batman Movie verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.

KL. 14-16 FUGLAFÓÐURSGERР
Við ætlum að föndra fuglafóðrara sem hægt er að hengja í tré eða utan á hús.
...meira

13.2.2018 : Nýtt efni á tónlistardeildinni

Feb_2018Sífellt bætast nýjar gersemar í hópinn á tónlistardeildinni. 

Vikulega bætist nýtt tónlistarefni við safnkost tónlistardeildarinnar.
Nýr listi kemur um miðjan mars. 

Viðskiptavinir eru hvattir til að beina fyrirspurnum um nýtt tónlistarefni til starfsmanna deildarinnar.

Smelltu hér til að sjá listann

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is