12.12.2014 : Afgreiðslutími yfir hátíðarnar

Mynd af jólatré úr bókum

Afgreiðslutími Bókasafns Hafnarfjarðar yfir hátíðarnar: 

- þriðjudagur 23. desember: opið 10:00 - 19:00

- miðvikudagur 24. desember: lokað
- fimmtudagur 25. desember: lokað
- föstudagur 26. desember: lokað
- laugardagur 27. desember: lokað
- sunnudagur 28. desember: lokað

- mánudagur 29. desember: opið 10:00 - 19:00
- þriðjudagur 30. desember: opið 10:00 - 19:00 

- miðvikudagur 31. desember: lokað
- fimmtudagur 1. janúar: lokað

- föstudagur 2. janúar: opið 10:00 - 19:00
- laugardagur 3. janúar: opið 11:00 - 15:00

Við bendum á að DVD-myndum sem fengnar eru að láni mánudaginn 22. desember og þriðjudaginn 23. desember þarf ekki að skila fyrr en mánudaginn 29. desember!

Sömuleiðis þarf ekki að skila DVD-myndum sem fengnar eru að láni mánudaginn 29. desember og þriðjudaginn 30. desember fyrr en á föstudeginum 2. janúar. 

...meira

18.11.2014 : Kynstrin öll - jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar

mynd af jólahreindýriBókasafn Hafnarfjarðar verður með metnaðarfulla jóladagskrá í ár. Upplestur fyrir yngstu börnin, upplestur fyrir eldri börn, tvö stór upplestrarkvöld fyrir fullorðna. Lifandi tónlist. Kaffihúsastemning í samstarfi við Súfistann. Jólaorigami-föndur. Eitthvað fyrir alla á öllum aldri. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Þriðjudagur 25. nóvember kl. 17:00 - upplestur fyrir yngri börn

- Sigríður Arnardóttir (Sirrý) > Tröllastrákurinn eignast vini
-
Áslaug Jónsdóttir > Skrímslakisi

Fimmtudagur 27. nóvember kl. 20:00 - stóra upplestrarkvöldið I

- Halldór Armand > Drón
-
Guðrún Eva Mínervudóttir > Englaryk
- Guðmundur Brynjólfsson > Gosbrunnurinn: sönn saga af stríði
- Einar Kárason > Skálmöld

Kaffihúsastemning í samstarfi við Súfistann og lifandi tónlist í hléinu

Fimmtudagur 4. desember kl. 17:00 - upplestur fyrir eldri börn

- Sigrún Eldjárn > Draugagangur á Skuggaskeri
- Gunnar Helgason > Gula spjaldið í Gautaborg

Fimmtudagur 4. desember kl. 20:00 - stóra upplestrarkvöldið II

- Stefán Máni > Litlu dauðarnir
- Helga Guðrún Johnson > Saga þeirra, sagan mín
- Ingibjörg Reynisdóttir > Rogastanz
- Bryndís Björgvinsdóttir > Hafnfirðingabrandarinn

Kaffihúsastemning í samstarfi við Súfistann og lifandi tónlist í hléinu

Fimmtudagur 11. desember kl. 17:00 - jólaorigami

- Anna María kennir gestum og gangandi að búa til origami jólaskraut


...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is