7.11.2018 : Jólaupplestrar Bókasafns Hafnarfjarðar

Christmas-GiftingNý styttist í að jóladagskrá bókasafnsins hefjist en hér fyrir neðan má sjá hvað verður í boði þetta árið. 


Fimmtudaginn 22. nóvember, kl. 17:00, munu þau Sigga Dögg og Sævar Helgi Bragason koma í bókasafnið og kynna glænýjar bækur sínar kynVera (Sigga Dögg) og Svarthol (Sævar Helgi). 


Fimmtudaginn 29. nóvember, kl. 20:00, koma fjórir rithöfundar og kynna nýjar bækur sínar, umræðum stjórnar Eyþór Gylfason, skáld og bókmenntafræðingur.


Höfundar kvöldsins verða:
Bjarni Harðarson - Í Gullhreppum
Guðrún Eva Mínervudóttir - Ástin, Texas
Guðmundur Brynjólfsson - Eitraða Barnið
Yrsa Sigurðardóttir - Brúðan


Laugardaginn 1. desember, kl. 13:00,  munu þau Gunnar Helgason og Katrín Ósk Jóhannsdóttir koma til okkar og lesa upp úr nýjum bókum sínum Siggi Sítróna (Gunnar helgason) og Mömmugull (Katrín Ósk).

...meira

7.11.2018 : Luktarganga - St. Martin

StmartinLaugardaginn 10. nóvember kl. 17 stendur Þýsk-íslenska tengslanetið fyrir hinni árlegu luktagöngu í tilefni af Marteinsmessu.

Gestir koma saman við Bókasafn Hafnarfjarðar með luktirnar sínar og gengið er í kringum Hellisgerði með sjálfan St. Martin í broddi fylkingar.

Að göngu lokinni er boðið upp á þýskar veitingar, Weckmänner og Pretzel, á jarðhæð bókasafnsins.

Allir velkomnir!

...meira

Fréttasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is