Þýska bókasafnið

Í apríl 2006 var undirritaður samningur þess efnis að Hafnarfjarðarbær muni hýsa þýska bókasafnið fyrir Hollvinafélag Þýska bókasafnsins á Íslandi. Þýska bókasafnið mun í framtíðinni verða sérdeild innan Bókasafns Hafnarfjarðar í væntanlegri viðbyggingu. Eins og stendur er hins vegar nauðsynlegt að skipta safnkostinum á milli hæða vegna plássleysis.

  • Barna- og unglingadeild: barnabækur og þýskt barnaefni á DVD-diskum
  • Jarðhæð: DVD-myndir á þýsku og þýsk tímarit
  • 3. hæð: bókmenntir og fræðibækur á þýsku

Þýska bókasafnið er líka á Facebook:

Barnastarf Þýska bókasafnsins á vegum Þýsk-íslenska tengslanetsins 

Barnastarfið er starfrækt á laugardögum yfir vetrarmánuðina í Bókasafni Hafnarfjarðar.
Kennarar eru Katharina Gross (s. 865 5860) og Ulrike Beck.

Næstu námskeið hefjast 3. september og enda 10. desember 2016. 

Skráning og frekari upplýsingar: 
http://netzwerk.weebly.com

  • 4-5 ára       kl. 11:15 - 12:00
  • 6-8 ára       kl. 12:15 - 13:00
  • 9-12 ára     kl. 13:15 - 14:00

Skráning í Gegni 

Allt þýskt efni bókasafnsins hefur nú verið skráð í Gegni. Hægt er að leita á www.gegnir.is og á www.leitir.is.

Útlán 

Barnabækur og þýskt barnaefni á DVD-diskum er á barnadeild . Bókmenntir og fræðibækur á þýsku eru á 3. hæð safnsins. DVD diskar með bíómyndum eru í mynddeild á jarðhæð. Ný, þýsk tímarit eru sömuleiðis á jarðhæð. 

Safngögn úr Þýska bókasafninu eru lánuð í mánuð eða eftir samkomulagi. Skemmri útlánstími er á myndefni. Óski bókasöfn á landsbyggðinni eftir millisafnalánum á nokkrum fjölda gagna úr þýska bókasafninu þá er útlánstími sveigjanlegur. Ef senda þarf safngögn út fyrir höfuðborgarsvæðið borgar viðtakandi flutningskostnað. 

Þýskumælandi bókavörður er við alla virka daga (nema miðvikudaga) frá kl. 13:00 til 17:00.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is