Afgreiðslusalur 1. hæð

Afgreiðsla

Í afgreiðslu eru þrjár afgreiðslutölvur auk sjálfsafgreiðsluvélar. Starfsfólk er boðið og búið að aðstoða, jafnt við að afgreiða fólk sem og að kenna á sjálfsafgreiðsluvélina.

Útlánareglur

 • Hver lánþegi fær skírteini þegar hann gengur í safnið og framvísa verður því í hvert skipti til að fá bækur eða önnur gögn að láni. Skírteinið gildir einungis fyrir eiganda þess.
 • Börn og unglingar innan 18 ára fá ókeypis skírteini gegn ábyrgð forráðamanns. Óheimilt er að lána fullorðnum gögn út á barnaskírteini. Eldri borgarar og öryrkjar fá einnig ókeypis skírteini en aðrir greiða árgjald.
 • Hver lánþegi ber ábyrgð á öllum þeim gögnum sem tekin eru að láni út á skírteini hans. Glatist safngagn eða skemmist í vörslu lánþega ber honum að skýra frá því og greiða bætur samkvæmt gjaldskrá.
 • Lánstími gagna er mismunandi eftir tegund gagns. Við hvetjum viðskiptavini bókasafnsins til þess að fylgjast vel með skiladegi sinna gagna því ef ekki er skilað á réttum tíma greiðast dagsektir.
 • Skilvísi og góð meðferð á safngögnum er grundvöllur góðs bókasafns.

Nýjar bækur

Allar nýjar bækur eru á jarðhæðinni. Skáldsögur og ævisögur eru hafðar á 1. hæðinni í 1 1/2 ár, fræðibækur í 6 mánuði. Eftir það eru bækurnar fluttar á sína staði.

Sakamálasögur í kilju og Rauða serían (nýjustu árin) eru einnig á 1. hæðinni.

Hljóðbækur

Skáldsögur og ævisögur á hljóðbókum eru hafðar við lyftu á 1. hæðinni. Hljóðbækur eru á snældum, geisladiskum og MP3-diskum.

 • Hægt er að spila MP3-diska í geislaspilurum sem eru gerðir fyrir MP3. 
 • Einnig er hægt að nota DVD spilara eða tölvur til þess að hlusta á MP3-diska.

Tímarit

Nýjustu tölublöð tímarita eru ekki til útláns heldur sett í möppur svo fólk geti blaðað í þeim í rólegheitunum í setustofunni. Strax og nýtt tölublað berst til okkar er því svo skipt út og eldra heftið fer í útlán. 

Í setustofunni eru tímaritakassar með eldri heftum af:

 • dægurblöðum á íslensku, ensku, dönsku, norsku og þýsku
 • húsbúnaðarblöðum

DVD-myndir og myndbönd

Bókasafnið á mikið úrval af myndböndum og mynddiskum, bæði fræðslumyndum og afþreyingarmyndum. 

 • Kvikmyndir eru lánaðar út í 2 daga en fræðsluefni í 14 daga.
 • Fræðsluefni og VHS myndbönd eru lánuð án endurgjalds.
 • Útlánagjald fyrir kvikmyndir á DVD er ýmist 150, 250 eða 300 kr.
 • Megináhersla er lögð á að kaupa inn íslenskar myndir, barnaefni, fjölskyldumyndir, valdar verðlaunamyndir og þær myndir sem vinsælastar hafa verið í kvikmyndahúsunum.
 • Séu kvikmyndir leigðar á fimmtudegi eða föstudegi þarf ekki að skila þeim fyrr en á mánudegi (fyrir klukkan 18:00).
 • Ekki má skila geisladiskum eða DVD-myndum í skilalúgu vegna hættu á skemmdum.
 • Dagsektir á DVD-myndum eru helmingur útlánagjalds fyrir hvern dag framyfir lánstíma.

Þriðjudagstilboð á DVD:

 • 2 fyrir 1 - borgað fyrir þann dýrari
 • Á við um alla DVD diska sem eru teknir að láni á þriðjudegi

Leita í Internet Movie Database

Leita að myndböndum á Gegnir.is (velja Tegund efnis neðarlega til hægri)

Reglur Bókasafns Hafnarfjarðar um útlán á myndefni til grunnskóla, frístundaheimila grunnskóla og leikskóla í Hafnarfirði

Kennarar í grunnskólum og leikskólum Hafnarfjarðar og ábyrgðarmenn frístundaheimila grunnskólanna geta tekið að láni gjaldskylt efni án endurgjalds til að nota við kennslu. Ekki er lánað út nýtt gjaldskylt efni. Einungis er reiknað með venjulegum útlánstíma á þessu efni nema um annað sé samið sérstaklega við deildarstjóra mynddeildar.

 • Útlánstími kvikmynda er 2 dagar en ef þörf krefur ef hægt að semja um lengri útlánstíma við deildarstjóra mynddeildar.
 • Allt fræðslumyndefni er ókeypis og er lánað út í 14 daga 
  (nema af tónlistardeild – það er lánað út í 7 daga)

Stofnað er kort með nafni skólans og viðkomandi kennara / ábyrgðarmanns þannig að hann tekur persónulega ábyrgð á hverju því sem hann fær að láni. Ekki mega aðrir taka út á kortið en sá sem er skráður fyrir því – og mögulega samstarfsmenn sem ábyrgðarmaðurinn hefur gefið heimild í gegnum deildarstjóra mynddeildar.

Hver skóli hefur sérstakt eyðublað í afgreiðslu þar sem ábyrgðarmaður kvittar fyrir öll útlán. Þegar safngagni er skilað er dagsetning skila einnig skráð á eyðublaðið.  Bókasafnið áskilur sér rétt til að senda afrit af útlánum til skólans. 

Þessar reglur eiga eingöngu við um hafnfirska skóla (þ.m.t. Hjallastefnuna) og frístundaheimili grunnskólanna. Húsið (áður Gamla bókasafnið), Flensborgarskóli – starfsbraut og Iðnskólinn í Hafnarfirði – framhaldsskóladeild hafa einnig sambærilegan rétt til útlána. Ef kennarar úr öðrum skólum utan Hafnarfjarðar taka gjaldskylt efni þurfa þeir að greiða fyrir það sjálfir og venjulegur útlánstími gildir fyrir það efni, nema um annað sé samið sérstaklega við deildarstjóra mynddeildar. 

Þessar reglur voru uppfærðar 14. mars 2013
Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar
Árný Sveina Þórólfsdóttir, deildarstjóri mynddeildar Bókasafns Hafnarfjarðar

Tónlistardeild:

Mynddiskar á tónlistardeild eru lánaðir í 7 daga, án endurgjalds.

Geisladiskar með tónlist eru lánaðir í 14 daga, án endurgjalds.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is