Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru haldnir í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar annan hvern þriðjudag kl. 10:00 - 12:00 yfir vetrartímann. 

Fyrsti foreldramorgunn haustsins 2019 verður þriðjudaginn 10. september.

Foreldramorgnarnir eru hugsaðir sem notaleg samverustund og vettvangur fyrir foreldra til að koma saman með börn sín og spjalla yfir kaffi og meðlæti. Reglulega er boðið upp á ýmsar fróðlegar kynningar um efni sem tengist barneignum og uppeldi auk þess sem bókasafnið geymir mikið úrval af bókum um börn og uppeldi.

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-hópnum Foreldramorgnar á Bókasafni Hafnarfjarðar.

Athugið að öllum er velkomið að hafa samband með hugmyndir um efni sem áhugi er fyrir að láta fjalla um eða koma með uppástungur um fyrirlesara.
Umsjónarmaður foreldramorgnanna er Gunnhildur Ægisdóttir (gunnhildurae@hafnarfjordur.is). 

Foreldramorgnaadstada-2017

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is