Fréttir

17.9.2019 : Lokað föstudaginn 27. september

ThrifBókasafn Hafnarfjarðar verður LOKAÐ föstudaginn 27. september vegna hreingerninga.

Skiladagur safngagna sem var 27. september færist sjálfkrafa til 30. september!

Bókasafnið verður opið laugardaginn 28. september frá kl. 11:00 til 15:00.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.

Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar

...meira

17.9.2019 : Námsaðstoð

logo rauða krossins í hafnarfirði og garðabæ

Námsaðstoð Rauða krossins
Þriðjudagar kl. 15:00 til 17:00

Verkefnið Námsaðstoð Rauða krossins er unnið í samvinnu Bókasafns Hafnarfjarðar og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.

Heimavinnuaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk. Markmið verkefnisins er styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.

Heimavinnuaðstoðin verður á þriðjudögum milli kl. 15:00 og 17:00 í Fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar (gengið niður stiga hjá barna- og unglingadeild).

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við heimanámið. Sjálfboðaliðarnir eru flestir grunn- og/eðaframhaldsskólakennarar með mismunandi sérhæfingu og reynslu.

...meira

28.8.2019 : Uppskeruhátíð sumarlesturs

2019_myndLaugardaginn 7. september kveðjum við sumarlesturinn með stæl og fögnum frábærum árangri þátttakenda í sumar!

Munið að taka lestrardagbókina með ykkur því á hátíðinni setjum við allar dagbækurnar í pott og drögum nokkra heppna vinningshafa.

Dagskrá:
kl. 12:00 - 14:00
Sirkus Íslands verður á staðnum með:
Andlitsmálun
Blöðrulistamann
Candy floss vél

kl. 12:00
Pylsupartý fyrir framan bókasafnið

kl. 13:00
Bergrún Íris Sævarsdóttir les upp úr bók sinni Kennarinn sem hvarf

Allir velkomnir!

...meira

16.7.2019 : Sumarlestur

Sumarlestur-bordi

Sumarlestur er fyrir krakka sem lesa sjálfir og fyrir krakka sem lesið er fyrir! 

 

Hið árlega sumarlestursátak Bókasafns Hafnarfjarðar er hafið og stendur til 16. ágúst.

  • Lestrarhestur vikunnar verður dreginn úr rauða póstkassanum á barnadeildinni í hverri viku og fær verðlaun fyrir.
  • Allir sem skila inn lestrardagbók í lok sumars fá glaðning.
  • Uppskeruhátíð laugardaginn 7. september!

Skráðu þig til þátttöku í afgreiðslu eða barnadeild bókasafnsins og nældu þér í lestrardagbók!

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is