Fréttir

12.4.2018 : Bjartir dagar á Bókasafni Hafnarfjarðar

Bjartirdagarmynd

Bókasafn Hafnarfjarðar verður með fjölbreytta dagskrá í tilefni Bjartra daga, bæjarhátíð Hafnarfjarðar: 

 • Miðvikudagur 18. apríl
  Kl. 16:30 & kl. 17:30 Töframaðurinn Einar einstaki heldur tvær sýningar á jarðhæð bókasafnsins
 • Fimmtudagur 19. apríl (sumardagurinn fyrsti) 
  BÓKASAFNIÐ LOKAÐ
 • Föstudagur 20. apríl
  Kl. 11 - 10 Föndur fyrir alla fjölskylduna á barnadeild 
 • Laugardagur 21. apríl
  Kl. 11 - 15 Föndur fyrir alla fjölskylduna á barnadeild
  Kl. 11 - 13 Dr. Bæk verður á staðnum og ástandsskoðar hjól
  Kl. 11:30 Jóhanna B. Magnúsdóttir fræðir gesti um matjurtaræktun 
  Kl. 12:30 Jóhanna B. Magnúsdóttir aðstoðar börnin við að setja niður baunir 
Athugið að Bókasafn Hafnarfjarðar er lokað sumardaginn fyrsta!

...meira

3.4.2018 : Nýtt efni á tónlistardeildinni

Lindberg-marsSífellt bætast nýjar gersemar í hópinn á tónlistardeildinni. 

Vikulega bætist nýtt tónlistarefni við safnkost tónlistardeildarinnar. 

Viðskiptavinir eru hvattir til að beina fyrirspurnum um nýtt tónlistarefni til starfsmanna deildarinnar.

Smelltu hér til að sjá listann.

...meira

26.3.2018 : Afgreiðslutími yfir páskana

2018_paskarAfgreiðslutími Bókasafns Hafnarfjarðar verður eftirfarandi yfir páskana: 

- miðvikudagur 28. mars: opið 10 - 19
- fimmtudagur 29. mars (skírdagur): LOKAР
- föstudagur 30. mars (föstudagurinn langi): LOKAР
- laugardagur 31. mars: LOKAР
- sunnudagur 1. apríl (páskadagur): LOKAР
- mánudagur 2. apríl (annar í páskum): LOKAР
- þriðjudagur 3. apríl: opið 10 - 19

Það má skila DVD-myndum sem fengnar eru að láni þri. 27. mars og mið. 28. mars eftir páska, þriðjudaginn 3. apríl!

...meira

10.3.2018 : Bóka- og bíóhátíð barnanna

Bokogbio16. - 23. mars 2018 stendur Hafnarfjarðarbær fyrir Bóka- og bíóhátíð barnanna. 
Bókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í hátíðahöldunum að venju. 

 • Mánudagur 19. mars kl. 17
  BÓKABINGÓ
  Við spilum bingó í fjölnotasal (kjallara) bókasafnsins. Aðgangur ókeypis og veglegir vinningar í boði fyrir heppna bingóspilara. 
 • Fimmtudagur 22. mars kl. 17-18
  SPUNASÖGUSTUND
  Sögð verður spunasaga í samvinnu við áheyrendur sem hjálpa til við persónusköpun, atburðarás og myndskreytingu. 

Alla dagana á meðan á hátíðinni stendur verður eftirfarandi í boði:

 • Útlánaleikur
  Allir sem taka barna- og unglingabækur að láni fá afhenta þátttökuseðla sem þeir geta fyllt út og skilað í skilakassa. Í lok hátíðarinnar verða 3 heppnir þátttakendur dregnir út og hljóta þeir bækur í verðlaun. 
 • Ljóð úr bókatitlum
  Á barna- og unglingadeild geta gestir spreytt sig á að búa til ljóð úr bókatitlum. 
 • Bækur og bíómyndir
  Við stillum fram bókum og bíómyndum gerðum eftir þeim. Allt efnið er að sjálfsögðu til útláns. 

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is