Fréttir

22.5.2019 : Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar

Nú fer að líða að sumarfríum í skólum og þá á lesturinn oft til að gleymast enda margt Stelpur-ad-lesaskemmtilegt um að vera. Rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur tapast yfir sumarmánuðina og því er mikilvægt að viðhalda henni í sumarfríinu. Bókasafn Hafnarfjarðar vill hjálpa foreldrum við það með því að bjóða upp á sumarlestur líkt og undanfarin ár og hefst hann þann 3. júní og stendur til 16. ágúst. 

...meira

6.5.2019 : Calligraphy námskeið á Bókasafni Hafnarfjarðar

FullbókaðCapture
Reykjavík Lettering verður með skrautskriftarnámskeið á Bókasafni Hafnarfjarðar laugardaginn 25. maí kl. 11:00-14:00.

Á námskeiðinu kynnast nemendur leturgerðinni Copperplate, en hún er þekktur standard innan skrautskriftar. Nemendur kynnast sögu letursins og uppbyggingu þess, ásamt því að farið verður í helstu gerðir skrautskriftarpenna og að hverju skal hyggja við val á pennum, bleki og pappír. Því næst er farið í gegnum Copperplate stafrófið, pennabeitingin æfð sem og algengar leturskreytingar kenndar.
Námskeiðið er 3 klst. að lengd en allir sem koma á námskeið fá síðan boð í lokaðan Facebook hóp þar sem æfingarnar halda áfram ásamt viðbótarfróðleik.

...meira

30.4.2019 : Maíhátíð 2019

Þýska-íslenska tengslanetið heldur Maíhátíð laugardaginn 4. maí kl. 15:30 fyrir framan X640_y359_c971a1_04bókasafnið í Hafnarfirði og í anddyri bókasafnsins.
Maíhátíðin er þýsk hefð. Ung tré eða greinar verða skreyttar með litríkum böndum, pappírsblómum og skilaboðum um vináttu. Á sama tima er hátíðin „dansað inn í maímánuð“ (á þýsku: Tanz in den Mai).

· maítrén skreytt
· dansað inn í maímánuð
· kaffi, kökur, pylsur og hefðbundinn maídrykkur
· leikir fyrir börn
· hjólreiðaskoðun
og margt fleira


Allir velkomnir!

Athugið að vegna hátíðarinnar verður bílastæði bókasafnsins lokað frá morgni 4. maí og þar til kl. 18:00. 

...meira

23.4.2019 : Bjartir dagar á Bókasafni Hafnarfjarðar

Bjartir dagar verða haldnir í Hafnarfirði dagana 24.-28. apríl. Bókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í gleðinni og býður upp á ýmsa viðburði á meðan á hátíðinni stendur.

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is