Fréttir

7.11.2018 : Jólaupplestrar Bókasafns Hafnarfjarðar

Christmas-GiftingNý styttist í að jóladagskrá bókasafnsins hefjist en hér fyrir neðan má sjá hvað verður í boði þetta árið. 


Fimmtudaginn 22. nóvember, kl. 17:00, munu þau Sigga Dögg og Sævar Helgi Bragason koma í bókasafnið og kynna glænýjar bækur sínar kynVera (Sigga Dögg) og Svarthol (Sævar Helgi). 


Fimmtudaginn 29. nóvember, kl. 20:00, koma fjórir rithöfundar og kynna nýjar bækur sínar, umræðum stjórnar Eyþór Gylfason, skáld og bókmenntafræðingur.


Höfundar kvöldsins verða:
Bjarni Harðarson - Í Gullhreppum
Guðrún Eva Mínervudóttir - Ástin, Texas
Guðmundur Brynjólfsson - Eitraða Barnið
Yrsa Sigurðardóttir - Brúðan


Laugardaginn 1. desember, kl. 13:00,  munu þau Gunnar Helgason og Katrín Ósk Jóhannsdóttir koma til okkar og lesa upp úr nýjum bókum sínum Siggi Sítróna (Gunnar helgason) og Mömmugull (Katrín Ósk).

...meira

7.11.2018 : Luktarganga - St. Martin

StmartinLaugardaginn 10. nóvember kl. 17 stendur Þýsk-íslenska tengslanetið fyrir hinni árlegu luktagöngu í tilefni af Marteinsmessu.

Gestir koma saman við Bókasafn Hafnarfjarðar með luktirnar sínar og gengið er í kringum Hellisgerði með sjálfan St. Martin í broddi fylkingar.

Að göngu lokinni er boðið upp á þýskar veitingar, Weckmänner og Pretzel, á jarðhæð bókasafnsins.

Allir velkomnir!

...meira

2.11.2018 : Ísland á umbrotatímum

854533Björn Erlingsson verður með fyrirlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar
þriðjudaginn 6. nóvember nk. kl. 17.00, í tilefni af 10 ára „afmæli“ bankahrunsins.

...meira

24.10.2018 : Hrekkjavakan og íslenskir draugar á bókasafninu

Hrekkjavakan18Á Hrekkjavökunni þann 31. október, kl 17:00 til 18:00, mun Björk Bjarnadóttir, þjóðfræðingur, vera með fræðslu um Hrekkjavökuna og um íslensku draugana.

Allir eru velkomnir, börn jafnt sem fullorðnir, minna hræddir og ekkert hræddir og einnig þeir sem eru mjög draughræddir. Því að gestum verður gefinn sérstakakur galdrastafur sem verndar fólk gegn draugum. Hvatt er til þess að fólk mæti klætt í stíl við Hrekkjavökuna.

Einnig verður Grasagarður Reykjavíkur á svæðinu en starfsmenn hans hafa í sumar gert tilraunir með að rækta fjölbreytt afbrigði graskerja og verður afraksturinn til sýnis á bókasafninu þennan dag.

Mætum sem flest og skemmtum okkur saman við fornan og nýjan fróðleik.

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is