Fréttir

24.9.2018 : Fræðslufundur um málþroska

Fræðslufundir um mikilvægi málþroska fyrir foreldra 6 - 24 mánaða barna í Hafnarfirði.
...meira

11.9.2018 : Heilahristingur - heimanámsaðstoð Rauða krossins

logo heilahristingsHeilahristingur - heimavinnuaðstoð
Þriðjudagar kl. 15:00 til 17:00 

Hefst þriðjudaginn 11. september eftir sumarfrí. 

Verkefnið Heilahristingur - heimavinnuaðstoð er unnið í samvinnu Bókasafns Hafnarfjarðar og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.

Heimavinnuaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk. Markmið verkefnisins er styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.

Heimavinnuaðstoðin verður á þriðjudögum milli kl. 15:00 og 17:00 í Fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar (gengið niður stiga hjá barna- og unglingadeild). 

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við heimanámið. Sjálfboðaliðarnir eru flestir grunn- og/eðaframhaldsskólakennarar með mismunandi sérhæfingu og reynslu.

Heilahristingur er upprunninn í fjölmenningarstarfi Borgarbókasafns, sjá www.heilahristingur.is

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta! 

...meira

7.9.2018 : Fjölbreytt dagskrá á Bókasafni Hafnarfjarðar í vetur

2017-bokasafn_hafnarfjardar_minni-mynd_1536325774024Nú fer haustdagskrá Bókasafnsins í Hafnarfirði að hefjast en boðið verður upp á ýmislegt skemmtilegt bæði fyrir börn og fullorðna. Hér  má sjá brot af því sem boðið verður upp á.

...meira

28.8.2018 : Hin forna Antigonea - fyrirlestur á ensku og pólsku

AntigoneaÞriðjudaginn 4. september mun Dorota Sakowicz fjalla um hina fornu borg Antigoneu á Bókasafninu í Hafnarfirði. Dorota er með MA í fornleifafræði og listasögu og er nú í doktorsnámi við háskólann í Ddansk. Dorota verður með tvo fyrirlestra í fjölnotasal bókasafnsins: 

  • Kl. 17:00 á pólsku 
  • Kl. 18:00 á ensku
Allir velkomnir á skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur!

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is