Fréttir

28.5.2020 : Viðburðir á Bókasafni Hafnarfjarðar í júní

2020_dagatal_juni_myndNú hristum við af okkur kófið og Bókasafn Hafnarfjarðar verður með viðburði og skemmtilegheit í júní. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bókasafnið er svo að sjálfsögðu opið venju samkvæmt.

Dagatalið er aðgengilegt með því að smella hér.

 

 • 2. júní - Sumarlestur hefst. Sérfræðingar barna- og ungmennadeildar aðstoða við val á lesefni 15:00-17:00
 • 4. júní - Micro:bit námskeið kl 17:00 - Skráning
 • 9. júní - Söngsveitin Garún í tónlistardeild kl 16:10 / Sögustund í barnadeild kl. 17:00
 • 10. júní - Handverkshópur milli 17:00 og 19:00
 • 11. júní - Python kóðunarnámskeið - Skráning
 • 15. júní - Sumarlestur og fjölskildustund milli 15:00 og 17:00
 • 17. júní - Létt þjóðhátíðardagskrá
 • 18. júní - MakeyMakey námskeið - Skráning
 • 23. júní - Einhverfukaffið kl. 16:00
 • 25. júní - Dzień biblioteki Polskiej / Dagur pólska safnsins
 • 26. júní - Sumarlestur og fjölskyldustund milli 13:00 og 15:00
 • 30. júní - Sögustund 15:00

...meira

28.5.2020 : Sumarlestur

Sumarlestur2020Við hefjum leika þann 1. júní og allir hressir krakkar geta skráð sig til leiks á bit.ly/sumarlestur2020 og verið með. Það skiptir ekki máli hvort að við lesum sjálf eða einhver lesi fyrir okkur, aðalmálið er að vera með. Lestrardagbækur er hægt að fá í grunnskólunum og svo hjá okkur hér á safninu. Þeir sem vilja geta líka skrifað bókaumsagnir og komið til okkar í þartilgerðan kassa.

Á hverjum föstudegi í allt sumar drögum við úr bókaumsögnunum Lestrarhest vikunnar og hlýtur hann verðlaun. Eftir 14. ágúst geta þátttakendur skilað lestrar-dagbókunum sínum á bókasafnið. 

5. september drögum við svo úr þeim lestrardagbókum sem borist hafa og veitum verðlaun. Þá verður einnig haldin uppskeruhátíð og við gerum okkur glaðan dag og fögnum góðum lestrarárangri sumarsins.

Við hlökkum til að lesa með ykkur í sumar!

...meira

28.5.2020 : Fataskiptimarkaður 30. maí

FataskiptimarkadurLaugardaginn 30. maí kl. 11:30-14:30 mun Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við nokkra vel valda og hressa einstaklinga standa fyrir fataskiptimarkaði

Langar þig að breyta til í skápnum? Mættu með það sem er ekki lengur alveg 'þú' og fáðu eitthvað annað! 

Þar getur þú einnig komið með gömlu krakkafötin og skipt upp um stærð, og með því tekið þátt í samfélaginu og hjálpað jörðinni um leið.

Markaðurinn verður í fjölnotarými safnsins (kjallara, gengið niður hjá barnadeild), og er fólki heimilt að koma með fatnað og fá flíkur. Það sem ekki gengur út á markaðnum sér safnið um að koma til viðeigandi aðila ef þátttakendur kjósa. 

Endilega hafið í huga að fötin þurfa að vera þvegin/hrein og heil og að það má koma með allskonar föt, en einning skó og fylgihluti, jafnt fyrir fullorðna sem börn. 

Við hvetjum fólk til að gera vorhreingerningu í skápnum og taka þátt! Sjáumst á Safninu!

...meira

4.5.2020 : Bókasafnið opnar kl. 10:00 þann 4. maí

4_mai_opidBókasafn Hafnarfjarðar opnar kl. 10:00 þann 4. maí eftir tilslakanir á samkomubanni.
Við tekur hefðbundinn afgreiðslutími.

 •  50 gestir geta verið inni á safninu samtímis og eru allir beðnir um að muna tveggja metra regluna
 •  Öll skil munu fara fram við sjálfsafgreiðsluvélina. Utan opnunartíma má skila í skilalúgu.
 • Skilafrestur allra safngagna hefur verið framlengdur til 14. maí svo allir hafi nægan tíma til að skila. Engar sektir reiknuðust á meðan á samkomubanni stóð.
 • Búið er að framlengja gildistíma bókasafnsskírteina (sem voru í gildi) um 6 vikur, sem nemur herta samkomubanninu.

Auðvitað þarf ekki að taka fram að fólk með flensulík einkenni, er slappt eða í sóttkví á alls ekki að koma sjálft á safnið né heldur senda aðra til að skila safngögnum! 

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is