Fréttir

18.10.2017 : Vetrarfrí, dagskrá bókasafnsins

Vetrarfri2017Við bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu. Á barna- og unglingadeild verður hægt að spila og lita skemmtilegar myndir. 

Fimmtudagur 19. október
Leitin að landsliðinu! 
Spennandi ratleikur verður í gangi allan daginn sem leiðir þig um bókasafnið í leit að landsliðsmönnunum okkar í fótbolta. 

Föstudagur 20. október 

  • Kl. 12: BÓKASAFNSBÍÓ - Leynilíf gæludýra 
  • Kl. 14: BÓKASAFNSBÍÓ - Cats and dogs
Athugið að á föstudeginum verða einnig ókeypis útlán á barna- og fjölskyldu DVD-myndum (teiknimyndum og fjölskyldumyndum).


...meira

9.10.2017 : Starfsdagur föstudaginn 13. október

Starfsdagur-13.-oktober-2017-PNGBókasafn Hafnarfjarðar verður lokað föstudaginn 13. október vegna starfsdags. 

The Library of Hafnarfjörður will be closed Friday October 13th due to staff day. 

Biblioteka będzie zamknięta w piątek 13 października z powodu prac wewnętrznych.

Þeir sem vilja skila bókum geta notað skilalúguna vinstra megin við innganginn líkt og ávallt utan afgreiðlutíma.


...meira

11.9.2017 : Rafbókasafnið - örnámskeið

Rafbokasafnid_logoVið ætlum að vera með smá kynningu á Rafbókasafninu á Bókasafni Hafnarfjarðar:
- þriðjudaginn 19. september kl. 17:30 
- þriðjudaginn 17. október kl. 17:30 

Örnámskeiðin eru stutt, u.þ.b. 45 mínútur og verða í fjölnotasal bókasafnsins (kjallara, gengið niður hjá barnadeild) 

Notendur Bókasafns Hafnarfjarðar hafa aðgang að Rafbókasafninu en í því eru raf- og hljóðbækur á erlendum tungumálum, aðallega ensku. 

Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis! 
Farið verður lauslega yfir um hvað málið snýst og hvernig hægt er að nýta sér þessa nýjung í bókasafnsheiminum. 

Það sem þarf:
- gilt bókasafnskort hjá Bókasafni Hafnarfjarðar 
- lykilorð (sama og notað er á Leitir.is)

Koma með:
- spjaldtölvu eða snjallsíma

...meira

4.9.2017 : Heilahristingur - heimavinnuaðstoð

Heilahristingur_mynd_2017Rauði krossinn verður með Heilahristing, heimavinnuaðstoð, alla þriðjudaga í fjölnotasal (kjallara) Bókasafns Hafnarfjarðar kl. 15-17

Heimavinnuaðstoðin er fyrir öll börn í 1. - 10. bekk. Markmið verkefnisins er að styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við heimanámið. Sjálfboðaliðarnir eru flestir grunn- og/eða framhaldsskólakennarar með mismunandi sérhæfingu og reynslu. 

Nánari upplýsingar veita:

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is