Fréttir

4.11.2019 : Kynstrin öll - jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar

Cover_facebook2Nú er jólabókaflóðið skollið á og jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar orðin fullskipulögð. 

Upplestrarkvöld fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20:00

 • Bergur Ebbi - Skjáskot
 • Guðrún Eva Mínervudóttir - Aðferðir til að lifa af
 • Sólveig Pálsdóttir - Fjötrar
 • Björg Guðrún Gísladóttir - Skuggasól
 • Ragnar Jónasson - Hvítidauði

  Við myndum notalega kaffihúsastemningu í samstarfi við Pallett sem selur veitingar.

Upplestur fyrir yngri börn laugardaginn 23. nóvember kl. 12:00

 • Sigrún Eldjárn - Sigurfljóð í grænum hvelli! 
 • Arndís Þórarinsdóttir - Nærbuxnanjósnararnir

Upplestur fyrir eldri börn þriðjudaginn 26. nóvember kl. 17:00

 • Benný Sif Ísleifsdóttir - Álfarannsóknin
 • Ævar Þór Benediktsson - Þinn eigin tölvuleikur

Upplestrarkvöld fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:00

 • Andri Snær Magnason - Um tímann og vatnið
 • Fríða Ísberg - Leðurjakkaveður
 • Dóri DNA - Kokkáll
 • Dagur Hjartarson - Við erum ekki morðingjar
  Við myndum notalega kaffihúsastemningu í samstarfi við Pallett sem selur veitingar.

Dagskráin í desember

 • 17. og 18. desember kl. 16-19: slökunarstund 
 • Jólabíó:
  - 9. desember: Miracle on 34th Street
  - 11. desember: Home Alone 
  - 16. desember: It's a Wonderful Life 
  - 19. desember: The Grinch

...meira

29.10.2019 : Luktarganga St. Martin 9. nóvember

Stmartin19Þýsk-íslenska tengslanetið stendur fyrir hinni árlegu luktargöngu St. Martins laugardaginn 9. nóvember kl. 17:00 frá Bókasafni Hafnarfjarðar. Á eftir göngunni verða kökur, kringlur, heitt súkkulaði og kaffi í boði á bókasafninu. 

Þýsk-íslenska tengslanetið vill þakka Hafnarfjarðarbæ, Bókasafni Hafnarfjarðar og Litlu brauðstofunni kærlega fyrir aðstoðina. 
- - -
Unser alljährlicher St. Martins-Umzug findet am Samstag, dem 09. November 2019 um 17 Uhr statt. Wir treffen uns wie immer vor der Stadtbücherei Hafnarfjörður (Strandgötu 1, 220 Hafnarfjörður) zum großen Laternenumzug für alle Kinder und Eltern.

Im Anschluss an den Umzug lädt das Deutsch-Isländische Netzwerk gemeinsam mit der Bücherei Hafnarfjörður, der Stadt Hafnarfjörður und der Bäckerei Litla Brauðstofan in Hveragerði wieder in die Räume der Bücherei ein. Wir sagen vorab schon einmal Danke!

...meira

29.10.2019 : Bangsagisting

BangsagistingVið ætlum að halda náttfata-hrekkjavöku-partý fyrir bangsa!

Ef þú vilt að bangsinn þinn taki þátt, komdu með hann/hana/hán 30.október, fylltu út upplýsingablað og við sjáum um að hann/hún/hán skemmti sér vel. Hugsanlega munu bangsarnir lenda í ýmiss konar ævintýrum...

Þú getur síðan sótt hann til okkar 31.október eftir klukkan 14:00 og við hjálpum honum/háni/henni að segja þér frá atburðum næturinnar!

ATHUGIÐ! Takmarkað pláss! Aðeins 13 bangsar komast að. Vinsamlegst sendið tölvupóst á barnadeild@hafnarfjordur.is til að skrá bangsann til leiks.

...meira

21.10.2019 : Vetrarfrí grunnskólanna - dagskrá bókasafnsins

Vetrarfri_lsVið bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á bókasafnið í vetrarfríinu. Á barna- og unglingadeild verður hægt að spila og lita skemmtilegar myndir. 

Mánudagur 21. október
Bókabíó í fjölnotasalnum 
- Kl. 13:00 Bróðir minn Ljónshjarta
- Kl. 16:30 Að temja drekann sinn 
Báðar myndirnar eru sýndar með íslensku tali. 

Þriðjudagur 22. október
Spilavinir
- Kl. 13:00-16:00 Spilavinir koma og kynna spennandi spil.

Allir velkomnir! 

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is