Fréttir

8.6.2018 : Nýtt efni á tónlistardeildinni

Nytt_juni_2018Sífellt bætast nýjar gersemar í hópinn á tónlistardeildinni. 

Vikulega bætist nýtt tónlistarefni við safnkost tónlistardeildarinnar. 

Viðskiptavinir eru hvattir til að beina fyrirspurnum um nýtt tónlistarefni til starfsmanna deildarinnar.

Smelltu hér til að sjá listann  

...meira

4.6.2018 : Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar

Covermynd-a-facebook-pngSumarlestur fyrir krakka sem lesa sjálfir og fyrir krakka sem lesið er fyrir

Hið árlega sumarlestursátak Bókasafns Hafnarfjarðar er hafið og stendur til 17. ágúst. 

  • Lestrarhestur vikunnar verður dreginn úr rauða póstkassanum á barnadeildinni í hverri viku og fær verðlaun fyrir. 
  • Allir sem skila inn lestrardagbók í lok sumars fá glaðning.
  • Uppskeruhátíð þann 1. september
  • Við gerum okkur glaðan dag, grillum og drögum út enn fleiri vinninga. 
Skráðu þig til þátttöku í afgreiðslu bókasafnsins og fáðu afhenda lestrardagbók!

...meira

30.5.2018 : Fjölnotapokinn Sporður

SpordurBókasafn Hafnarfjarðar kynnir með stolti nýja taupoka sem framleiddir voru af fyrirtækinu Motif í Hafnarfirði og eru komnir í sölu í afgreiðslu bókasafnsins. 

Hafnfirðingurinn og listamaðurinn Halldór Rúnarsson gaf okkur góðfúslegt leyfi til afnota á mynd sinni Sporður sem prýðir taupokana ásamt merki bókasafnsins. 

Taupokarnir eru úr sterku lérefti með bláum höldum og botni svo þeir haldist hreinni. Að einnan er lítill vasi sem hentar vel undir t.d. bókasafnsskírteinið! Pokarnir kosta 1.000 kr. og það er von okkar að þeir muni nýtast vel undir bækur, tímarit, tónlist og annað sem lánþegar ferja á milli staða - auk þess að stuðla að minni plastpokanotkun.

...meira

28.5.2018 : Búkolla - leiksýning á Bókasafni Hafnarfjarðar

BrudusyningLíkt og síðustu ár munum við á Bókasafni Hafnarfjarðar enda sögustundaveturinn okkar með því að bjóða upp á leiksýningu á plani bókasafnsins. Í þetta sinn er það brúðuleikhúsið Handbendi sem ætlar að sýna Búkollu föstudaginn 1. júní kl. 10:30 á planinu fyrir framan bókasafnið.

Búið er að senda tölvupóst á alla leikskóla og dagforeldra í Hafnarfirði og við hlökkum til að sjá sem flesta á sýningunni.

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is