Fréttir

20.6.2017 : Samstarfsfólk óskast

2017_bokavardaauglysing_fjardarfrettirLangar þig að vinna á fjölbreyttum og skemmtilegum vinnustað í hjarta Hafnarfjarðarbæjar? 

Við á Bókasafni Hafnarfjarðar óskum eftir nýju og hressu samstarfsfólki.

Áhugasamir, endilega kíkið á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar og sækið um að vinna með okkur!

...meira

15.6.2017 : Sumarlestur

Sumarlestur2017

Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar fyrir krakka sem lesa sjálfir. 

 • Sumarlesturinn okkar hefur göngu sína fimmtudaginn 
  1. júní og verður fram til 18. ágúst. 
 • Líkt og áður mæta börnin á Bókasafn Hafnarfjarðar, skrá sig til leiks og fá lestrardagbækur til útfyllingar. Skráningarblöð og lestrardagbækur verða bæði í afgreiðslu og á barnadeild.
 • Fyrir hverja lesna bók, myndasögu, tímarit eða hljóðbók fá þátttakendur stimpil í lestrardagbókina og geta fyllt út bókaumsögn og sett í rauða póstkassann á barnadeildinni. Bókaumsagnarmiðar verða bæði í afgreiðslu og á barnadeild. Það má alveg fá slíka miða afhenta fyrirfram og fylla út heima hjá sér. 
 • Á hverjum föstudegi í sumar drögum við úr bókaumsögnum og tilnefnum lestrarhest vikunnar og hlýtur hann verðlaun. 
  Fyrsti útdráttur er 9. júní. 
 • Laugardaginn 2. september verður uppskeruhátíð sumarlestursins! 
  Við gerum okkur glaðan dag, grillum og fögnum góðum lestrarárangri í sumar. 
 • Eftir 18. ágúst geta þátttakendur skilað lestrardagbókum sínum á Bókasafn Hafnarfjarðar og fengið glaðning. Þær lestrardagbækur sem berast fyrir uppskeruhátíð eru settar í pott og dregnir verða út vinningar á hátíðinni. 

Þátttakan í sumarlestrinum í fyrra var gríðarlega góð og stefnum við að sjálfsögðu að því að bæta það met í ár! :) 

Góðar lestrarstundir í sumar!

...meira

15.6.2017 : Rafbókasafnið - kynning

Rafbokasafnid_logoVið ætlum að vera með smá kynningu á Rafbókasafninu á Bókasafni Hafnarfjarðar miðvikudaginn 21. júní kl. 16:30 í Fjölnotasal (kjallara, gengið niður hjá barnadeild). 


Notendur Bókasafns Hafnarfjarðar hafa aðgang að Rafbókasafninu en í því eru raf- og hljóðbækur á erlendum tungumálum, aðallega ensku. 

Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis! 
Farið verður lauslega yfir um hvað málið snýst og hvernig hægt er að nýta sér þessa nýjung í bókasafnsheiminum. 

Það sem þarf:
- gilt bókasafnskort hjá Bókasafni Hafnarfjarðar 
- lykilorð (sama og notað er á Leitir.is)

Koma með:
- spjaldtölvu eða snjallsíma

...meira

1.6.2017 : Rafbókasafnið

Rafbokasafnid_logoBókasafn Hafnarfjarðar og lánþegar safnsins eru komnir með aðgang að Rafbókasafninu!

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar, ræsti Rafbókasafnið og varð þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstu rafbókina lánaða með dyggri aðstoð Óskars Guðjónssonar, forstöðumanns Bókasafns Hafnarfjarðar.  

Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnaflóruna. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í hópinn.

Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safnsins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið. Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn. 

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir viðskiptavini Bókasafns Hafnarfjarðar má finna hér á heimasíðunni (undir flipanum „safnkostur“ leynist Rafbókasafnið ). Starfsfólk veitir einnig leiðbeiningar og svarar spurningum eftir bestu getu. 

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is