Fréttir

6.12.2017 : Jóladagatal Bókasafns Hafnarfjarðar

JoladagatalbhStarfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar bjó til dagatal sem búið er að setja upp á barna- og unglingadeild. Dagatalið samanstendur af 24 litlum bókum sem í leynast þekktar persónur úr barnabókum. 

...meira

14.11.2017 : Kynstrin öll - jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar

Kynstrin-logoBókasafn Hafnarfjarðar verður með metnaðarfulla jóladagskrá í ár líkt og áður.
Upplestrar fyrir börnin, jólaföndur fyrir fjölskylduna og tvö upplestrarkvöld fyrir fullorðna. Kaffihúsastemning í samstarfi við Pallett sem sér um veitingasölu.
Eitthvað fyrir alla á öllum aldri! 

Laugardagur 18. nóvember kl. 11:30
Upplestur fyrir yngstu börnin
- Áslaug Jónsdóttir: Skrímsli í vanda
- Ásta Rún Valgerðardóttir: Fjölskyldan mín

Strax eftir upplesturinn verður boðið upp á jólaföndur fyrir alla fjölskylduna í fjölnotasal bókasafnsins. Við sköpum huggulega jólastemningu með jólatónlist og piparkökum og föndrum saman.

Fimmtudagur 23. nóvember kl. 20
Upplestrarkvöld I
- Kristín Steinsdóttir: Ekki vera sár
- Bubbi Morthens: Hreistur 
- Vilborg Davíðsdóttir: Blóðug jörð
-
Halldór Armand: Aftur og aftur

Notaleg kaffihúsastemning í samstarfi við Pallett sem selur veitingar.

Þriðjudagur 28. nóvember kl. 17
Upplestur fyrir börnin
- Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri
-
Gunnar Helgason: Amma best

Fimmtudagur 30. nóvember kl. 20
Upplestrarkvöld II
- Gerður Kristný: Smartís
- Einar Már Guðmundsson: Passamyndir 
- Lilja Sigurðardóttir: Búrið 
- Mikael Torfason: Syndafallið

Notaleg kaffihúsastemning í samstarfi við Pallett sem selur veitingar.

...meira

11.11.2017 : Nýtt efni á tónlistardeildinni

Tonlist-nov-2017Sífellt bætast nýjar gersemar í hópinn á tónlistardeildinni. 

Vikulega bætist nýtt tónlistarefni við safnkost tónlistardeildarinnar. Nýr listi kemur um miðjan desember. 

Viðskiptavinir eru hvattir til að beina fyrirspurnum um nýtt tónlistarefni til starfsmanna deildarinnar.

Smelltu hér til að sjá listann

...meira

11.11.2017 : Luktaganga - St. Martin

2017-luktagangaLaugardaginn 11. nóvember kl. 17 stendur svo Þýsk-íslenska tengslanetið fyrir hinni árlegu luktagöngu í tilefni af Marteinsmessu.

Gestir koma saman við Bókasafn Hafnarfjarðar með luktirnar sínar og gengið er í kringum Hellisgerði með sjálfan St. Martin í broddi fylkingar.

Að göngu lokinni er boðið upp á þýskar veitingar, Weckmänner og Pretzel, á jarðhæð bókasafnsins.

Allir velkomnir!

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is