Fréttir

19.2.2018 : Viðburðir á bókasafninu í vetrarfríi grunnskóla

Vetrarfri2018Við bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu. Á barnadeild verður hægt að föndra, spila og lita alla dagana en einnig verður boðið upp á sögustund, bíósýningar og föndur með sérstakar tímasetningar. 

Laugardagur 24. febrúar
KL. 13 SÖGUSTUND 
Lesin verður saga sem hentar börnum á aldrinum 4-8 ára.


Mánudagur - 26. febrúar
KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ 
Kvikmyndin Níu líf verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.

KL. 14-16 SLÍMGERÐ
Við tökum þátt í slímæðinu og útbúum slímverksmiðju í fjölnotasal bókasafnsins. Allt efni á staðnum. 


Þriðjudagur - 27. febrúar
KL. 11 BÓKASAFNSBÍÓ 
Kvikmyndin The Lego Batman Movie verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins.

KL. 14-16 FUGLAFÓÐURSGERР
Við ætlum að föndra fuglafóðrara sem hægt er að hengja í tré eða utan á hús.
...meira

13.2.2018 : Nýtt efni á tónlistardeildinni

Feb_2018Sífellt bætast nýjar gersemar í hópinn á tónlistardeildinni. 

Vikulega bætist nýtt tónlistarefni við safnkost tónlistardeildarinnar.
Nýr listi kemur um miðjan mars. 

Viðskiptavinir eru hvattir til að beina fyrirspurnum um nýtt tónlistarefni til starfsmanna deildarinnar.

Smelltu hér til að sjá listann

...meira

24.1.2018 : Safnanótt föstudaginn 2. febrúar

Safnanott-ferkantad-logo-paintBoðið verður upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá.

VIÐBURÐIR ALLT KVÖLDIÐ FRÁ 18-23

 • Ratleikur með geimveruþema
  Dregið verður úr réttum lausnum þriðjudaginn 6. febrúar 2018 og hljóta 3 heppnir þátttakendur vinning.
 • Legokarlasýning 
  Um það bil 150 mismunandi legokarlar í eigu starfsfólks hefur verið komið fyrir í sýningarskápnum í anddyri bókasafnsins. 
 • Pallett - kaffihús 
  Við sköpum kaffihúsastemningu á 1. hæð í samstarfi við Pallett sem selur veitingar. Það er tilvalið að gæða sér á góðgæti frá þeim yfir skemmtiatriðunum. 
 • Ókeypis bækur 
  Við gefum afskrifaðar bækur og gjafabækur sem ekki nýtast safninu. 
VIÐBURÐIR MEÐ AÐRAR TÍMASETNINGAR 
 • Kl. 18 : Ferðin til Mars - upplestur
  Eyrún Ósk Jónasdóttir les úr nýrri bók sinni og Helga Sverrissonar sem kom út fyrir jól. Ferðin til Mars er skemmtileg og spennandi bók fyrir börn og unglinga. 
 • Kl. 18-20 : Geimverugerð
  Hvernig heldur þú að geimverur líti út? Komdu við á barnadeild og föndraðu þína eigin geimveru. 
 • Kl. 18-20 : Kattholt 
  Hægt verður að kaupa ýmiskonar varning til styrktar félaginu. Einnig verður hægt að skoða myndir af kisum í heimilisleit og kynna sér starfsemi Kattholts. 
 • Kl. 18:30 : Leikfélag Flensborgarskólans
  Leikfélag Flensborgarskólans sýnir söngatriði úr leikgerð kvikmyndarinnar Pitch Perfect sem frumsýnd verður í Gaflaraleikhúsinu í mars. 
 • Kl. 18:45 & 19:15 : Sögustund á annarri plánetu 
  Eitthvað undarlegt virðist hafa lent inni í bókageymslunni við barnadeildina. Við hvetjum öll börn til að koma og kanna málin nánar og hlusta á skemmtilega sögu. 
 • Kl. 19 : Gaflaraleikhúsið 
  Leikarar Gaflaraleikhússins sýna atriði úr nýjum fjölskyldusöngleik, Í skugga Sveins, sem frumsýndur verður þann 4. febrúar. 
 • Kl. 19:30-20:30 : Árnýgurumi
  Amigurumi felur í sér að hekla litlar fígúrur í þrívídd. Árný Hekla Marinósdóttir leiðbeinir áhugasömum um amigurumi hekl. 
 • Kl. 21 : Eru til aðrar geimverur?
  Sævar Helgi veltir fyrir sér ýmsum spurningum varðandi líf á öðrum hnöttum. Ef veður leyfir gefst gestum tækifæri til að kíkja í gegnum sjónauka. 
 • Kl. 21 : Mars Attacks! - bíó 
  Stjörnum prýdda geimveru-grínmynd Tim Burtons frá 1996 verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. 
 • Kl. 22 : Auður - tónleikar 
  Lista- og raftónlistarmaðurinn AUÐUR tekur lög af frumraun sinni, Alone, sem kom út í fyrra. Dúnmjúk R&B tónlist með ástríkum textum um einmanaleika og þrár. 

...meira

3.1.2018 : Hópastarf á nýju ári

New-yearGleðilegt nýtt ár!
Á næstunni fara hinir ýmsu hópar bókasafnsins aftur í gang eftir jólafrí.

Handavinnuhópurinn byrjar aftur fimmtudaginn 4. janúar kl. 17-19.

Bókmenntaklúbburinn Framför hefst miðvikudaginn 17. janúar kl. 19. Á fyrsta fundi ársins verður rætt um bókina Líf á meðal villimanna eftir Shirley Jackson.

Foreldramorgnar hefjast aftur þriðjudaginn 23. janúar kl. 10-12, með skyndihjálparkynningu. Nánari dagskrá verður tilkynnt síðar. 

Heilahristingur - Heimanámsaðstoð Rauða krossins hefst þriðjudaginn 16. janúar kl. 15-17.

Pólskar sögustundir fara aftur í gang miðvikudaginn 24. janúar kl. 17-18:30.


...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is