Bjartir dagar á Bókasafni Hafnarfjarðar

12.4.2017

Mynd af logoi bjartra dagaDagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar á Björtum dögum verður fjölbreytt og skemmtileg. 

Miðvikudagur 19. apríl
Töframaðurinn Einar einstaki heldur tvær sýningar, kl. 16:30 og 17:30. 

Föstudagur 21. apríl
Óvissubækur verða til útláns fyrir alla aldurshópa. Óvissubækur eru bókasafnsbækur sem búið er að pakka inn og því veit lánþeginn ekki hvaða bók leynist í pakkanum. Utan á pakkanum eru vísbendingar um innihaldið og spennandi er að opna pakkann þegar heim er komið. 

Laugardagur 22. apríl

Föndur á barna- og unglingadeild:
Allan daginn
Á barna- og unglingadeild verður boðið upp á föndur fyrir alla fjölskylduna. 

Ástandsskoðun hjóla:
Kl. 11-13
Dr. Bæk verður með ástandsskoðun á hjólum. Öllum er boðið að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun frá kl. 11-13.

Kryddjurtaræktun - sýnikennsla
Kl. 12
Auður Rafnsdóttir, höfundur bókarinnar Kryddjurtarækt fyrir byrjendur, verður með sýnikennslu í kryddjurtaræktun í fjölnotasal (kjallara) bókasafnsins frá kl. 12. Þátttaka er ókeypis en takmörk eru á fjölda og því er nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst í netfangið eddahrund@hafnarfjordur.is .

Andlitsmálun
Kl. 13-14
Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börn á 1. hæð bókasafnsins frá kl. 13-14.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is