Bóka- og bíóhátíð

13.3.2017

BokogbioÍ annað sinn mun Bókasafn Hafnarfjarðar taka þátt í Bóka- og bíóhátíð barnanna sem að þessu sinni fer fram 13.-19. mars. Dagskráin hjá okkur þessa vikuna verður eftirfarandi:

RITSMIÐJA
Þriðjudaginn 14. mars kl. 16-18

Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur aðstoðar unga höfunda við að virkja ímyndunaraflið og skrifa sögur. Smiðjan er fyrir börn á aldrinum 9-12 ára.Þátttaka er ókeypis en takmörk eru á fjölda og skráning því nauðsynleg (evadiego@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5690). 

BÓKABINGÓ
Fimmtudaginn 16. mars kl. 17
Við höldum bingó í fjölnotasal bókasafnsins. Aðgangur ókeypis og veglegir bókavinningar í boði fyrir heppna bingóspilara.

Alla daga hátíðarinnar á afgreiðslutíma safnsins:

BÓKA OG BÍÓ ÚTSTILLING
Útstillingar á bókum og bíómyndum gerðum eftir þeim. 

AFSLÁTTUR
Foreldrar barna á leik- og grunnskólaaldri fá afslátt stofni þeir ný bókasafnsskírteini. Þeir fá því skírteinið á 1.000 kr.

LEIKUR AÐ ORÐUM
Við púslum saman orðum og semjum ljóð á barna– og unglingadeild.

ÚTLÁNALEIKUR
Allir sem taka barnabækur að láni geta tekið þátt í útlánaleik. Verðlaun fyrir heppna lestrarhesta.

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is