Heilahristingur - heimavinnuaðstoð

4.9.2017

Heilahristingur_mynd_2017Rauði krossinn verður með Heilahristing, heimavinnuaðstoð, alla þriðjudaga í fjölnotasal (kjallara) Bókasafns Hafnarfjarðar kl. 15-17

Heimavinnuaðstoðin er fyrir öll börn í 1. - 10. bekk. Markmið verkefnisins er að styrkja börnin í námi og kynna fyrir þeim þjónustu bókasafnsins í tengslum við nám og áhugamál.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við heimanámið. Sjálfboðaliðarnir eru flestir grunn- og/eða framhaldsskólakennarar með mismunandi sérhæfingu og reynslu. 

Nánari upplýsingar veita:


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is