Hrekkjavaka á Bókasafni Hafnarfjarðar

28.10.2016

skuggaleg hrekkjavökumyndÞað verður hrollvekjandi stemning á Bókasafni Hafnarfjarðar laugardaginn 29. október!

Draugalegum bókum verður stillt upp bæði á 2. hæð og á barna- og unglingadeild. Hryllingsmyndir verða í aðalhlutverki á 1. hæð og drungaleg tónlist spiluð á tónlistardeildinni.

Kl. 12 Draugaleg andlitsmálun í boði fyrir þá sem þora.

Kl. 13 Inga Mekkin Beck les upp úr nýrri bók sinni.
Skóladraugurinn er spennandi saga um dularfulla atburði
sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku 
barnabókaverðlaunin 2016.

Á barna– og unglingadeild verður gestum boðið upp á að kynnast draugum og óvættum frá Póllandi og spila hrollvekjandi spil.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is