Luktaganga - St. Martin

11.11.2017

2017-luktagangaLaugardaginn 11. nóvember kl. 17 stendur svo Þýsk-íslenska tengslanetið fyrir hinni árlegu luktagöngu í tilefni af Marteinsmessu.

Gestir koma saman við Bókasafn Hafnarfjarðar með luktirnar sínar og gengið er í kringum Hellisgerði með sjálfan St. Martin í broddi fylkingar.

Að göngu lokinni er boðið upp á þýskar veitingar, Weckmänner og Pretzel, á jarðhæð bókasafnsins.

Allir velkomnir!


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is