Heilahristingur - heimavinnuaðstoð

19.1.2016

logo heilahristingsBókasafn Hafnarfjarðar, í samstarfi við Rauða krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ, fer af stað með verkefnið Heilahristing

Heimavinnuaðstoðin felst í að veita grunnskólanemendum úr 3. - 10. bekk aðstoð við lestur og heimanám með það að markmiði að styðja þá og styrkja í námi sínu.

Heimavinnuaðstoðin verður á fimmtudögum milli kl. 15:00 og 17:00 í Fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar (gengið niður stiga hjá barna- og unglingadeild). Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ aðstoða og leiðbeina nemendum. Sérstök áhersla er lögð á börn af erlendum uppruna þó auðvitað séu allir velkomnir. 

Heilahristingur er upprunninn í fjölmenningarstarfi Borgarbókasafns, sjá www.heilahristingur.is

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta! 


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is