Safnanótt á Bókasafni Hafnarfjarðar 

2.2.2016

Logo safnanætur 2014Bókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í Safnanótt af fullum krafti. Viðburðir fyrir alla aldurshópa í boði frá 19:00 til 24:00 föstudaginn 5. febrúar. Allir velkomnir! 

VIÐBURÐIR SEM VARA ALLT KVÖLDIÐ:

 • 19-24: Við gefum bækur
  Afskrifaðar bækur og gjafabækur í leit að nýjum eigendum!
 • 19-24: Ratleikur um bókasafnið
  Dregið verður úr réttum lausnum þriðjudaginn 9. febrúar. Verðlaun í boði Góu, Hafíss og Eymundsson
 • 19-24: Stjörnustríðssýningarskápur
  Ýmis konar Stjörnustríðsmunir til sýnis í sýningarskápnum í anddyri bókasafnsins
 • 19-24: Stjörnuhellir
  Komdu við á barna- og unglingadeildinni og sjáðu stjörnurnar lýsa í stjörnuhellinum
 • 19-24: Bókakaffi - Súfistinn
  Við sköpum kaffihúsastemningu á 1. hæð bókasafnsins í samstarfi við Súfistann sem selur veitingar 
 • 19-24: Stjörnustríðsbókamerki 
  Stjörnustríðsbókamerki í boði meðan birgðir endast 
 • 19-24: Dýrahjálp Íslands
  Fulltrúar frá Dýrahjálp Íslands kynna starfsemi sína

VIÐBURÐIR MEÐ AÐRAR TÍMASETNINGAR:

 • 19:00-21:00: Geimskutlugerð 
  Geimförum framtíðarinnar er boðið að mæta á barnadeildina og búa til sína eigin geimskutlu
 • 19:30-21:00: Bókasafnsbíó - Ida 
  Sýnd verður pólska verðlaunamyndin Ida (2013). Myndin fjallar um unga konu sem leggur í örlagaþrungið ferðalag ásamt frænku sinni. Pólskt tal, enskur texti. Athugið að myndin er bönnuð yngri en 12 ára.
 • 19:30-20:00: Vísinda-Villi 
  Vísinda-Villi verður á bókasafninu með spennandi vísindadagskrá fyrir börnin!
 • 20:00-21:00: Stjörnuhekl - námskeið 
  Boðið verður upp á stutt námskeið í stjörnuhekli. Þátttakendur mega gjarnan taka með sér heklunálar og léttlopaafganga. Þátttaka öllum opin meðan húsrúm leyfir. 
 • 20:30-21:00: Upplestur - Jónína Leósdóttir les úr Konunni í blokkinni 
  Rithöfundurinn Jónína Leósdóttir les úr nýútkominni glæpasögu sinni Konan í blokkinni
 • 21:00-22:00: Íslenska litabókin - Gunnarsbörn kynna Íslensku litabókina 
  Hönnunarteymið Gunnarsbörn verður með kynningu á nýútkominni litabók sinni, Íslenska litabókinni
 • 21:30-23:30: Bókasafnsbíó - Ziggy Stardust and the Spiders from Mars 
  Sýnd verður tónleikamyndin Ziggy Stardust and the Spiders from Mars með David heitnum Bowie (1973). Enskt tal, enginn texti. Athugið að myndin er bönnuð yngri en 12 ára.
 • 22:00-24:00: Stjörnustríðs Pub Quiz 
  Við hvetjum alla Stjörnustríðsaðdáendur til að láta reyna á mátt sinn í Stjörnustríðs pub quizzi. Spurningahríðin hefst kl. 22 og verður lokið fyrir miðnætti. Spurningar verða af ýmsum toga og henta öllum tegundum aðdáenda. Hámark fjórir í hverju liði og verðlaun í boði fyrir þau stigahæstu!

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is