Bóka- og bíóhátíð 

15.2.2016

logo fyrir bóka- og bíóhátíðBókasafn  Hafnarfjarðar tekur þátt í Bóka- og bíóhátíð barnanna og það er nóg um að vera! Alla vikuna geta þeir sem fá lánaðar barnabækur tekið þátt í útlánaleik þar sem dregin verða út bókaverðlaun. Við hvetjum gesti og gangandi til að hjálpa okkur að semja sögu á umbúðapappír á barnadeildinni auk þess sem opnað hefur verið fyrir þátttöku í SMS-örsögukeppni. Á þriðjudag verður ratleikur um safnið frá kl. 14-19 og á miðvikudag verður bókabingó í fjölnotasalnum kl. 17. Hlökkum til að sjá sem flesta. 

Fylgist með á: 


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is