Sumarlestur 2016 

27.5.2016

Mynd af forsíðu sumarlestursbæklings 2016Öllum krökkum sem farnir eru að lesa sjálfir er boðið að taka þátt í sumarlestursátaki Bókasafns Hafnarfjarðar frá 1. júní til 31. ágúst

Lestrardagbækur og skráningarblöð liggja í afgreiðslu á 1. hæð og á barnadeild. Krakkar fá stimpil í lestrardagbókina fyrir hverja lesna bókasafnsbók og þátttökuseðil fyrir lestrarhest vikunnar. Lestrarhestur vikunnar verður svo dreginn úr útfylltum seðlum á hverjum mánudegi í allt sumar! 

Sumarlestur 2016

Hvernig virkar þetta eiginlega? 

  1. Skráðu þig í sumarlesturinn hjá starfsfólki í afgreiðslu eða á barnadeild og fáðu lestrardagbók. 
  2. Lastu einhverja skemmtilega bókasafnsbók?
  3. Fáðu stimipil í lestrardagbókina.
  4. Starfsfólk lætur þig fá þátttökuseðil fyrir lestrarhest vikunnar.
  5. Í rammann neðst á þátttökuseðlinum skaltu skrifa umsögn um bókina eða teikna skemmtilega mynd. 
  6. Settu seðilinn í rauða póstkassann á barnadeildinni.
  7. Á hverjum mánudegi í allt sumar drögum við svo út einn heppinn þátttakanda sem hlýtur titilinn lestrarhestur vikunnar og fær bókaverðlaun.
  8. Því fleiri bækur sem þú lest, því betri líkur á vinningi!

Lokahátíð sumarlestursins verður haldin hátíðleg 10. september. Takið daginn frá! Nánari dagskrá verður auglýst síðar.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is