Pólska bíóárið á Bókasafni Hafnarfjarðar

13.12.2016

2016_polskabioaridVerkefnið Pólska bíóárið 2016 verður með tvær bíósýningar í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar. 

 • Fimmtudaginn 15. des. kl. 17:30
  Sterkt kaffi er ekki svo slæmt (2014) eftir Alexander Pietrzak 
  (pólsk mynd með enskum texta)

  Eðlileg, heiðarleg og sprenghlægileg mynd. Jacek hefur ekki hitt son sinn í 18 ár en svo hittast þeir óvænt á leiðinni í heimabæ sinn. Mennirnir tveir, sem sveiflast milli heimsku og afneitunar, þurfa að íhuga framtíð sambands þeirra. Stjörnum prýdd gamanmynd byggð á kanadíska leikritinu „Mending Fences“ eftir Norm Foster.
 • Laugardaginn 17. des. kl. 12:00
  Krakkabíó 
  Hee-hee Hatty (teiknimyndasyrpa fyrir börn á leikskólaaldri) 
  Mimi fatale 

  Næsta laugardag bjóðum við börnum og foreldrum þeirra á sýningu á þáttum úr tveimur fallegum og vingjarnlegum pólskum teiknimyndum, Hee-hee Hatty og Mami Fatale.

  Hee-hee Hatty er teiknimyndasyrpa fyrir börn á leikskólaaldri. Hún segir af ævintýrum ungs drengs sem heitir Hitty og undraverða pappírshattinum hans – Hatty. Syrpan inniheldur gátur, bæði fyrir augu og eyru, sem kynntar eru í titli hvers þáttar.

  Mami Fatale –syrpan kynnir til leiks hina rólyndislegu gömlu konu, Mami Fatale, bestu matreiðslukonu í heimi og gæludýrin hennar Doggie og Piglet. Þetta eru bragðgóðar sögur fyrir börn sem hvetja til heilbrigðrar matargerðar og vináttu.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is