Rafbókasafnið

1.6.2017

Rafbokasafnid_logoBókasafn Hafnarfjarðar og lánþegar safnsins eru komnir með aðgang að Rafbókasafninu!

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar, ræsti Rafbókasafnið og varð þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstu rafbókina lánaða með dyggri aðstoð Óskars Guðjónssonar, forstöðumanns Bókasafns Hafnarfjarðar.  

Gudlaug-Kristjansdottir-baejarfulltrui-og-Oskar-Gudjonsson-forstodumadur--2-Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnaflóruna. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í hópinn.

Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safnsins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið. Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn. 

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir viðskiptavini Bókasafns Hafnarfjarðar má finna hér á heimasíðunni (undir flipanum „safnkostur“ leynist Rafbókasafnið ). Starfsfólk veitir einnig leiðbeiningar og svarar spurningum eftir bestu getu. 


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is