Rafbókasafnið - örnámskeið

11.9.2017

Rafbokasafnid_logoVið ætlum að vera með smá kynningu á Rafbókasafninu á Bókasafni Hafnarfjarðar:
- þriðjudaginn 19. september kl. 17:30 
- þriðjudaginn 17. október kl. 17:30 

Örnámskeiðin eru stutt, u.þ.b. 45 mínútur og verða í fjölnotasal bókasafnsins (kjallara, gengið niður hjá barnadeild) 

Notendur Bókasafns Hafnarfjarðar hafa aðgang að Rafbókasafninu en í því eru raf- og hljóðbækur á erlendum tungumálum, aðallega ensku. 

Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis! 
Farið verður lauslega yfir um hvað málið snýst og hvernig hægt er að nýta sér þessa nýjung í bókasafnsheiminum. 

Það sem þarf:
- gilt bókasafnskort hjá Bókasafni Hafnarfjarðar 
- lykilorð (sama og notað er á Leitir.is)

Koma með:
- spjaldtölvu eða snjallsíma


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is