Safnanótt á Bókasafni Hafnarfjarðar

Föstudaginn 3. febrúar kl. 18-23

30.1.2017

safnanótt 2017

Dagskráin:

Ratleikur um Bókasafn Hafnarfjarðar

Frábær skemmtun fyrir alla. Dregið verður úr réttum lausnum þriðjudaginn 7. febrúar 2017 og hljóta þrír heppnir þátttakendur vinning að launum.

Við gefum bækur

Við gefum afskrifaðar bækur og gjafabækur ásamt, Andrésblöðum og Syrpum. Margar fróðlegar og skemmtilegar bækur fyrir alla í leit að nýjum eigendum.

Bókasafnskaffi

Við sköpum kaffihúsastemningu á fyrstu hæð Bókasafns Hafnarfjarðar í samstarfi við Súfistann sem selur veitingar. Gestir geta komið sér vel fyrir og fengið sér drykki, áfenga sem óáfenga, og góðgæti yfir skemmtiatriðunum sem í boði verða á Safnanótt.

Bókband í sýningarskáp

Ægir Ellertsson hefur á undanförnum árum dundað sér við að binda inn og lagfæra gamlar bækur. Í glerskáp í anddyri Bókasafns Hafnarfjarðar verður til sýnis brot af þeim fallegu bókum sem hann hefur bundið inn, sem og ýmis áhugaverð tæki og tól til bókbands.

Listasýning frá leikskóla

Í tilefni Safnanætur munu ungir listamenn og -konur af leikskólanum Arnarbergi í Hafnarfirði setja upp listasýningu á barna- og unglingadeild safnsins í tengslum við ljóð Þórarins Eldjárns um árstíðirnar.

Kl. 18-20 Leðurblökugerð

„Magnað myrkur“ er þema Safnanætur og ætlum við af því tilefni að föndra saman eitt af vinsælustu næturdýrum bókmenntanna – leðurblökur! 

Kl. 18:30 Stjörnu Sævar

Stjörnu Sævar kemur í heimsókn til okkar og fræðir okkur um stjörnuhimininn yfir Íslandi, sýnir okkur nokkrar æsispennandi vísindatilraunir og mætir jafnvel með sjónaukann sinn ef veður leyfir!

Kl. 20:00 Sögustund í myrkrinu

Í myrkum kjallara Bókasafns Hafnarfjarðar verður sögustund með drungalegu ívafi. Lesin verður bókin Norn eftir Kim Fupz Aakeson.

Kl. 20-21:30 Heklnámskeið Tinnu

Tinna Þórudóttir Þorvaldar, höfundur heklbókanna Þóra, María og nú síðast Havana heklbók kemur á bókasafnið og kennir áhugasömum að hekla margnota og vistvænar bómullarskífur.

Kl. 20:30 Upplestur
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur mætir á Bókasafn Hafnarfjarðar og les úr nýútkominni bók sinni, Samskiptaboðorðin.

Kl. 21:00 Bókasafnsbíó – Spaceballs

Bókasafn Hafnarfjarðar sýnir hina klassísku grínmynd Spaceballs eftir Mel Brooks.

Kl. 21:30 Upplestur

Kristján Atli Ragnarsson les úr nýútkominni bók sinni, Nýja Breiðholt.

Kl. 22:30 Meistarar dauðans!

Lokaatriði kvöldsins verður í höndum engra annarra en Meistara dauðans! Þessi melódíska þungarokkshljómsveit mun flytja sín bestu lög af einstakri snilld.
Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is