Lesbretti


Lesbretti hjá Bókasafni HafnarfjarðarBókasafn Hafnarfjarðar er með lesbretti til útláns (BeBook Pure). Búið er að hlaða rafbókum á lesbrettin. Töluvert var sett af bókum á ensku, aðallega klassískum verkum, frá Project Gutenberg. Einnig eru íslenskar bækur frá Rafbókavefnum og Emmu. 

  • Þrjú lesbretti eru til útláns
    Þau eru lánuð í 30 daga. Hægt er að framlengja lánstímann og panta lesbrettin. Lánið er ókeypis en 100 kr. dagsektir ef skilað er of seint. 
  • Eitt lesbretti er til notkunar á bókasafninu 
    Lesbrettið er staðsett í setustofu á 1. hæð við sófana. 

LeiðbeiningarBókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is