Lesstofur

Lesstofa 3. hæð

  • Lesstofan á 3. hæð er ætluð 16 ára og eldri. 
  • Hún er opin á sama tíma og bókasafnið.
  • Ókeypis þráðlaust net er á lesstofunni.
  • Ekki er boðið upp á útprentun frá þráðlausa netinu.

Fjölnotasalur í kjallara

  • Fjölnotasalurinn þjónar hlutverki lesstofu nema þegar sérstaklega er búið að bóka hann í önnur verkefni.
  • Þegar fjölnotasalurinn er laus, er hann opinn öllum á afgreiðslutíma bókasafnsins. 
  • Ókeypis þráðlaust net er í fjölnotasal. Ekki er boðið upp á útprentun frá þráðlausa netinu.
  • Fastir viðskiptavinir geta átt þess kost að fá aðgang að fjölnotasal utan afgreiðslutíma safnsins, ætli þeir sér að nota lesaðstöðuna vegna náms. Yfirleitt er biðlisti eftir lyklum, nánari upplýsingar fást hjá starfsmönnum.

Reglur fyrir lykilhafa að fjölnotasal:

Lánþegar sem fá lykla þurfa að eiga kort í gildi og hafa verið viðskiptavinir bókasafnsins í a.m.k. eitt ár og virt reglur safnsins. Lánþegi ber ábyrgð á lyklinum og má alls ekki lána hann til annarra. Einungis handhafi lykils kemst inn eftir lokun safnsins. Óheimilt er að opna fyrir fólki sem bankar og vill komast inn. Verði lánþegi uppvís að broti á þessum reglum er hann umsvifalaust sviptur lyklinum.

Ef fjölnotasalurinn er leigður út eru nemendur vinsamlegast beðnir um að virða það. Það er þá auglýst á töflu með fyrirvara.

Lykill er afhentur gegn 2.500 kr. skilagjaldi og hefur lánþegi hann eitt tímabil.

Tímabilin eru: 15. ágúst - 31. desember, 1. janúar - 31. maí og 1. júní - 30. júlí. 

Hægt er að biðja um framlengingu í lok fyrsta tímabils. Skila skal lyklum að loknum vorprófum. Þeir sem ætla að lesa yfir sumarið geta sótt sérstaklega um það. Athugið að sekt leggst á sé lykli ekki skilað í lok tímabils eða beðið um framlengingu. Sektin er 30 kr. á dag. 

Gestir eru eindregið hvattir til að kvitta í gestabókina. 

Góð umgengni áskilin.


Á prófatímum þegar mikið álag er á lesstofum er námsfólki heimilt að koma sér fyrir þar sem borð og stólar eru til staðar á safninu (fyrir utan setustofu á 1. hæð). Í þeim tilvikum viljum við þó beina því til nemenda að taka tillit til annarra safngesta.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is