Samstarfssöfnin

Eitt árgjald = fimm bókasöfn 
Bókasafn Hafnarfjarðar er í samstarfi við bókasöfnin á Álftanesi, í Garðabæ og Kópavogi. Samstarfið er á þá leið að hafi lánþegi gilt skírteini í einu safnanna getur hann nýtt sér þjónustu þeirra allra. Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það safn sem notað er hverju sinni. Söfnin eru samtals 5, þar sem Bókasafn Kópavogs hefur útibú í Lindasafni. Gögnum verður að skila á sama safn og þau voru tekin að láni.

Bókasafn Garðabæjar

Bókasafn Kópavogs

Lindasafn


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is