Samstarfssöfnin

Eitt árgjald = öll almenningsbókasöfn á höfuðborgarsvæðinu

Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur:

Bókasafn Hafnarfjarðar er í nánu samstarfi við bókasöfnin í Garðabæ og Kópavogi. Samstarfið er á þá leið að hafi lánþegi gilt skírteini í einu bókasafnanna getur hann nýtt sér þjónustu þeirra allra. Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það bókasafn sem notað er hverju sinni. Bókasöfnin eru samtals 5, þar sem Bókasafn Kópavogs hefur útibú í Lindasafni og Bókasafn Garðabæjar er með útibú á Álftanesi.

Lánþegar þessara bókasafna mega skila safngögnum á hverju þessara samstarfssafna sem er.

 

Borgarbókasöfnin, Mosfellsbær og Seltjarnarnes:

Lánþegar Bókasafns Hafnarfjarðar hafa aðgang að öllum Borgarbókasöfnunum og bókasöfnunum í Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það bókasafn sem notað er hverju sinni. Skila þarf safngögnum á viðkomandi bókasafni í þessu samstarfi.