Handavinnuhópur

1.9.2015

mynd af handavinnuhópi bókasafns hafnarfjarðarHandavinnuhópurinn er með aðstöðu í fjölnotasalnum (kjallara Bókasafns Hafnarfjarðar, gengið niður hjá barnadeild) alla fimmtudaga í vetur frá kl. 17:00 - 19:00.

Það er alltaf  heitt á könnunni og notaleg stemning.

Í hverri viku er boðið upp á einfalt og fljótlegt verkefni fyrir þá sem hafa áhuga, ýmist prjón eða hekl. Uppskriftirnar eru á íslensku og hægt er að skoða sýnishorn og fá aðstoð frá starfsmanni. 

Einnig má að sjálfsögðu koma með eigin verkefni og þeir sem hafa áhuga á að læra handavinnu eru einnig velkomnir.

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-hópnum Handavinnuhópur Bókasafns Hafnarfjarðar.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is