Barna- og unglingadeild

Um barnadeildina 

Á barnadeildinni eru skáldrit, fræðibækur og tímarit fyrir börn og ungt fólk. Jafnframt er þar úrval hljóðbóka og tónlistar á geisladiskum og snældum. 

  • Skírteini eru ókeypis fyrir börn og ungt fólk upp að 18 ára aldri gegn ábyrgð forráðamanns.

Sögustundir

Sögustundir eru í boði 1. september til 31. maí. Þær eru einkum ætlaðar börnum á aldrinum 3 - 6 ára. Í sögustundum lesum við skemmtilegar sögur, förum með vísur, lesum ljóð, syngjum og höfum gaman.

Leikskólar sem hafa áhuga á að bóka sögustund hafi samband við okkur á barnadeild@hafnarfjordur.is

Safnkynningar

Bókasafnið býður elstu börnunum á leikskólum Hafnarfjarðar sem og 4. bekkjum grunnskólanna á safnkynningu. Tilgangurinn er meðal annars að fræða börnin um bókasafnið sitt og kenna þeim að nýta sér safnkostinn í leik og námi. Börnin fá leiðsögn um safnið og þau eru frædd um mikilvægi þess að fara vel með bækur og önnur gögn. Börnin geta fengið bókasafnsskírteini gegn ábyrgð forráðamanna en börn og unglingar að 18 ára aldri fá ókeypis skírteini.

Panta þarf tíma í safnkynningu með viku fyrirvara. Að sjálfsögðu geta aðrir árgangar en að ofan er getið fengið safnkynningu sé þess óskað. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að hafa samband:

Enn fremur eru kennarar hvattir til að koma með hópa sína á safnið hvenær sem er á afgreiðslutíma til að skoða og lesa eða fá safngögn að láni.

Áhugaverðir tenglar

  • BarnUng: Vefur um barna- og unglingabókmenntir

Notaðu Netið rétt

Það er mikið af fræðandi og skemmtilegu efni á Netinu. 
Þar geturðu kynnst alls konar fólki og skoðað margvíslegar vefsíður. 
En þú verður að vera varkár!

Hér eru nokkur góð ráð:

  • Ekki gefa upp fullt nafn, heimilisfang eða símanúmer án þess að fá samþykki foreldra.
  • Ekki taka þátt í samkeppnum án þess að spyrja foreldra þína fyrst.
  • Spurðu foreldra þína fyrst, áður en þú sækir forrit af Netinu.
  • Ef einhver sendir þér eitthvað ósæmilegt eða eitthvað sem þú ert ekki sáttur við, láttu foreldra þína eða kennara vita.
  • Samþykktu aldrei að hitta einhvern sem þú hefur kynnst á Netinu án þess að fá leyfi og fylgd frá foreldrum þínum.
  • Fylgdu þeim reglum sem þú og foreldrar þínir hafa sett um notkun þína og hegðun á Netinu.
  • Komdu fram við aðra sem þú kynnist á Netinu eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Þú ert að tala við fólk, ekki tölvur!

Þýtt af Kidsdomain.com


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is