Bókasafnið
Bókasafn Hafnarfjarðar er staðsett á Strandgötu 1. Safnið er á þremur hæðum, auk tveggja palla og kjallara.
- 1. hæð: afgreiðsla, setustofa, nýjar bækur, dvd-myndir, dagblöð og tímarit
- Tónlistardeild: stærsta tónlistarsafn í almenningsbókasafni á landinu
- Barna- og unglingadeild: á millipalli upp frá fyrstu hæð
- 2. hæð: útlánadeild (langstærsti hluti bókakosts safnsins), upplýsingaþjónusta, netkaffi, uppflettitölvur
- 3. hæð: deild erlendra tungumála (bækur á Norðurlandamálunum, ensku, rómönskum málum, litháísku og pólsku), þýska bókasafnið, lesstofa, uppflettitölva
- Kjallari: fjölnotasalur og bókageymslur
Aðgengi fatlaðra
Gott aðgengi er að bókasafninu fyrir fólk í hjólastólum.
Lyfta er miðsvæðis í húsinu, auk þess sem nóg pláss er milli hillustæða. Starfsfólk er til þjónustu reiðubúið að aðstoða þá sem eiga erfitt með að ná upp í efri hillur. Rúmgott salerni fyrir fatlaða er á jarðhæð.
Útlánareglur
- Hver lánþegi fær skírteini þegar hann gengur í safnið og framvísa verður því í hvert skipti til að fá bækur eða önnur gögn að láni. Skírteinið gildir einungis fyrir eiganda þess.
- Börn og unglingar innan 18 ára fá ókeypis skírteini gegn ábyrgð forráðamanns. Óheimilt er að lána fullorðnum gögn út á barnaskírteini. Eldri borgarar og öryrkjar fá einnig ókeypis skírteini en aðrir greiða árgjald.
- Hver lánþegi ber ábyrgð á öllum þeim gögnum sem tekin eru að láni út á skírteini hans. Glatist safngagn eða skemmist í vörslu lánþega ber honum að skýra frá því og greiða bætur samkvæmt gjaldskrá.
- Lánstími gagna er mismunandi eftir tegund gagns. Við hvetjum viðskiptavini bókasafnsins til þess að fylgjast vel með skiladegi sinna gagna því ef ekki er skilað á réttum tíma greiðast dagsektir.
- Skilvísi og góð meðferð á safngögnum er grundvöllur góðs bókasafns.
Ársskýrslur og starfsáætlanir
- Ársskýrsla 2014, Ársskýrsla 2013, Ársskýrsla 2012, Ársskýrsla 2011, Ársskýrsla 2010, Ársskýrsla 2009, Ársskýrsla 2008, Ársskýrsla 2007
(pdf-skjöl 1 MB - 4 MB) - Starfsáætlun 2015, Starfsáætlun 2014, Starfsáætlun 2013, Starfsáætlun 2012, Starfsáætlun 2011, Starfsáætlun 2010, Starfsáætlun 2009
(pdf-skjöl 1,5 MB - 6 MB)
- Eldri færsla
- Nýrri færsla