Átthagadeild

Efni um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga er safnað og varðveitt í átthagadeildinni.

Í útlánasal (2. hæð) er sérstakt Gaflarahorn þar sem safnað er saman því efni um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga sem er til útláns, s.s. ævisögum, sögu félagasamtaka o.fl.

Viðskiptavinir geta nálgast gögn úr átthagadeild með því að hafa samband við starfsfólk í upplýsingaþjónustu á 2. hæð.

Í átthagadeildinni eru meðal annars:

  • Bæjarblöð
  • Ævisögur Hafnfirðinga
  • Bækur og heimildir um sögu Hafnarfjarðar
  • Auglýsingar frá fyrirtækjum í Hafnarfirði
  • Heimildir um íþróttafélög, leiklist og tónlist
  • Heimildir um vinabæi Hafnarfjarðar
  • Gögnin eru einungis lánuð til lestrar á lesstofu.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is