Þýska bókasafnið

Í apríl 2006 var undirritaður samningur þess efnis að Hafnarfjarðarbær muni hýsa þýska bókasafnið fyrir Hollvinafélag Þýska bókasafnsins á Íslandi. 

  • Barnadeild: barnabækur og þýskt barnaefni á DVD-diskum
  • Jarðhæð: DVD-myndir á þýsku og þýsk tímarit
  • 3. hæð: bókmenntir og fræðibækur á þýsku

Þýska bókasafnið er líka á Facebook:

Barnastarf Þýska bókasafnsins á vegum Þýsk-íslenska tengslanetsins 

Barnastarfið er starfrækt á laugardögum yfir vetrarmánuðina í Bókasafni Hafnarfjarðar.
Kennari er Magdalena Falter.

Skráning og frekari upplýsingar: 
http://netzwerk.weebly.com

Skráning í Gegni 

Allt þýskt efni bókasafnsins hefur nú verið skráð í Gegni. Hægt er að leita á www.gegnir.is og á www.leitir.is.

Útlán 

Barnabækur og þýskt barnaefni á DVD-diskum er á barnadeild . Bókmenntir og fræðibækur á þýsku eru á 3. hæð safnsins. DVD diskar með bíómyndum eru í mynddeild á jarðhæð. Ný, þýsk tímarit eru sömuleiðis á jarðhæð. 

Safngögn úr Þýska bókasafninu eru lánuð í mánuð eða eftir samkomulagi. Skemmri útlánstími er á myndefni. Óski bókasöfn á landsbyggðinni eftir millisafnalánum á nokkrum fjölda gagna úr þýska bókasafninu þá er útlánstími sveigjanlegur. Ef senda þarf safngögn út fyrir höfuðborgarsvæðið borgar viðtakandi flutningskostnað. 


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is