Afgreiðsla 1. hæð
Í afgreiðslunni er starfsfólk boðið og búið að aðstoða við afgreiðslu, leitir og val á safnefni.
Útlánareglur
- Hver lánþegi fær skírteini þegar hann gengur í safnið og framvísa verður því í hvert skipti til að fá bækur eða önnur gögn að láni. Skírteinið gildir einungis fyrir eiganda þess.
- Börn og unglingar innan 18 ára fá ókeypis skírteini gegn ábyrgð forráðamanns. Óheimilt er að lána fullorðnum gögn út á barnaskírteini. Eldri borgarar og öryrkjar fá einnig ókeypis skírteini en aðrir greiða árgjald.
- Hver lánþegi/ábyrgðarmaður ber ábyrgð á öllum þeim gögnum sem tekin eru að láni út á skírteini hans. Glatist safngagn eða skemmist í vörslu lánþega ber honum að skýra frá því og greiða bætur samkvæmt gjaldskrá.
- Lánstími gagna er mismunandi eftir tegund gagns. Við hvetjum viðskiptavini bókasafnsins til þess að fylgjast vel með skiladegi sinna gagna því ef ekki er skilað á réttum tíma greiðast dagsektir. Sektir reiknast á gögn sem eru í útláni umfram skiladag hjá öllum lánþegum/ábyrgðarmönnum.
- Skilvísi og góð meðferð á safngögnum er grundvöllur góðs bókasafns.
Nýjar bækur
Allar nýjar bækur eru á jarðhæðinni. Skáldsögur og ævisögur eru hafðar á 1. hæðinni í 1 1/2 ár, fræðibækur í 6 mánuði. Eftir það eru bækurnar fluttar á sína staði.
Sakamálasögur í kilju og Rauða serían (nýjustu árin) eru einnig á 1. hæðinni.
Hljóðbækur
Eru langflestar á 1. hæðinni. Hljóðbækurnar eru á geisladiskum og MP3-diskum.
- Hægt er að spila MP3-diska í geislaspilurum sem eru gerðir fyrir MP3.
- Einnig er hægt að nota DVD spilara eða tölvur til þess að hlusta á MP3-diska.
Tímarit
Nýjustu tölublöð tímarita eru ekki til útláns heldur sett í möppur svo fólk geti blaðað í þeim í rólegheitunum í setustofunni. Strax og nýtt tölublað berst til okkar er því svo skipt út og eldra heftið fer í útlán.
Í setustofunni eru tímaritakassar með eldri heftum af:
- dægurblöðum á íslensku, ensku, dönsku, norsku og þýsku
- húsbúnaðarblöðum
DVD-myndir
Bókasafnið á mikið úrval af mynddiskum, bæði fræðslumyndum og afþreyingarmyndum.
- Útlán á DVD-diskum eru gjaldfrjáls. Útlánstíminn er misjafn, frá 7 dögum til 14 daga.
- Megináhersla er lögð á að kaupa inn íslenskar myndir, barnaefni, fjölskyldumyndir, valdar verðlaunamyndir og þær myndir sem vinsælastar hafa verið í kvikmyndahúsunum.
- Ekki má skila geisladiskum eða DVD-myndum í skilalúgu vegna hættu á skemmdum.
- Dagsektir á DVD-myndum er 200 kr. á dag.
Tónlistardeild:
Mynddiskar og geisladiskar á tónlistardeild eru lánaðir í 14 daga án endurgjalds.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla