Útlánadeild 2. hæð

Á 2. hæðinni er aðalbókasalur safnsins. Þar er stærsta hluta safnkostsins að finna: 

  • Skáldsögur á íslensku
  • Ævisögur á íslensku
  • Fræðibækur á íslensku, ensku og fleiri málum
  • Íslendingasögur og fornrit
  • Ljóðabækur
  • Föndurbækur

Upplýsingaþjónusta

Bókasafnsfræðingur og bókavörður eru ávallt á vakt, reiðubúnir til aðstoðar við heimildaleitir og greiða úr hinum ýmsustu fyrirspurnum.

Netkaffi

Hægt er að kaupa aðgang að netkaffinu þar sem sex tölvur bíða nettengdar og fínar, með Office-pakkann og ýmis forrit.

Aðgangur að tölvunum kostar: 
- 15 mínútur: 100 kr. 
- 30 mínútur: 150 kr. 
- 60 mínútur (1 klst.): 250 kr. 
- 90 mínútur (1 1/2 klst.): 380 kr. 
- 120 mínútur (2 klst.): 500 kr. 
- 180 mínútur (3 klst.): 750 kr.

Einnig er hægt að prenta út (A4, svarthvítt) og kostar blaðið 30 kr.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is