Útlánadeild 2. hæð
Á 2. hæðinni er aðalbókasalur safnsins. Þar er stærsta hluta safnkostsins að finna:
- Skáldsögur á íslensku
- Ævisögur á íslensku
- Fræðibækur á íslensku, ensku og fleiri málum
- Íslendingasögur og fornrit
- Ljóðabækur
- Föndurbækur
Upplýsingaþjónusta
Bókasafnsfræðingur og bókavörður eru ávallt á vakt, reiðubúnir til aðstoðar við heimildaleitir og greiða úr hinum ýmsustu fyrirspurnum.
Netkaffi
Hægt er að fá kóða með aðgangi að tölvu með því að tala við starfsfólk í upplýsingaþjónustunni.
Aðgangur að tölvunum er ókeypis.
Einnig er hægt að prenta út (A4, svarthvítt) og kostar blaðið 30 kr.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla