Þjónusta

Upplýsingaþjónusta - millisafnalán - samstarfsbókasöfn - netkaffi / útprentun - ljósritun - uppflettitölvur

  • Fjölbreytt þjónusta er í boði á Bókasafni Hafnarfjarðar. 
  • Bókasafn Hafnarfjarðar er í samstarfi við bókasöfnin á Álftanesi, í Garðabæ og Kópavogi. Virkt bókasafnsskírteini á einu þessara safna veitir aðgang að öllum hinum í samstarfinu.
  • Upplýsingaþjónustan er staðsett á 2. hæð safnsins. Þar er starfsfólk ávallt reiðubúið að veita aðstoð við heimildaleitir, leit í safnkosti, mæla með áhugaverðum bókum og kennsla á uppflettitölvur.
  • Ef gögn eru ekki til á Bókasafni Hafnarfjarðar er annaðhvort hægt að leggja fram innkaupatillögu eða biðja um millisafnalán (gegn gjaldi). Almenningsbókasöfn innan höfuðborgarsvæðisins lána þó ekki gögn í millisafnaláni sín á milli.
  • Netkaffi með aðgangi að prentara, þráðlaust net og ljósritun eru meðal þess sem í boði er á bókasafninu.

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is