Lestrarfélagið Framför

bokmenntaklubbur framfor lestrarfelag

Bókmenntaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar hittist annan miðvikudag í mánuði kl. 19:00 á jarðhæð bókasafnsins.

Í hverjum mánuði er lesin ein bók sem síðan er rædd á fundinum. Á fundum lestrarfélagsins er hægt að fá sér heitt kaffi eða te og segja sína skoðun á bókinni sem lesin var - eða einfaldlega hlusta á það sem hinir hafa að segja. 

Umsjónarmaður: Dr. Hjalti Snær Ægisson, bókmenntafræðingur

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir!

Ath. að fundir falla niður veturinn 2020-2021 vegna Covid-19!

Vonir standa til að fundir bókmenntaklúbbsins geti hafist á ný haustið 2021.

Síðasta lag fyrir myrkur - hlaðvarp bókmenntaklúbbsins

Sidasta_lag_fyrir_myrkur_logoHjalti Snær Ægisson, bókmenntafræðingur, leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.

Hægt er að nálgast hlaðvörpin á helstu hlaðvarpsveitum. 

Fletta þarf í gegnum listann til að finna þættina Síðasta lag fyrir myrkur.


Leslisti sem átti að vera veturinn 2019 - 2020

Þema vetrarins er 18. öldin í samtímanum

 • 9. október 2019
  Skúli fógeti, faðir Reykjavíkur
  höf. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
 • 13. nóvember 2019
  Lifandilífslækur
  höf. Bergsveinn Birgisson
 • 11. desember 2019
  Bjarna - Dísa
  höf. Kristín Steinsdóttir
 • 8. janúar 2020 
  Í skugga drottins
  höf. Bjarni Harðarson
 • 12. febrúar 2020
  Gestkomur í Sauðlauksdal
  höf. Sölvi Björn Sigurðarson
 • 11. mars 2020
  Skáldsagan um Jón
  höf. Ófeigur Sigurðsson
 • 8. apríl 2020
  Norðurljós
  höf. Einar Kárason


framfor


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is