Fréttir

15.1.2021 : Dagskrá janúarmánaðar á Bókasafni Hafnarfjarðar

Januar-2021-TILBUID Dagskrá janúarmánaðar fer rólega í gang, en við erum svo sannarlega hér og getum ekki beðið eftir að komast aftur í fluggírinn!

Sögustundir, handverkshópur og Klub Kobiet verða á sínum stað eftir miðjan mánuðinn. Frekari upplýsingar um hvern dagskrárlið má finna sem viðburði á Facebooksíðu bókasafnsins .

 • Smáræðið
  16. janúar kl. 13:00 : Guðni Líndal - Bráðum áðan, í beinni frá Bretlandi
 • Augnablik - örfyrirlestur
  19. janúar kl. 17:00 - 17:20 : Veganistur - Júlía Sif
 • Myndlistarsmiðja 
  21. janúar kl. 17:00 - 19:00 : Bestiary - Otilia Martin
  (ath. skráning nauðsynleg á myndlistarsmiðjuna)
 • Anna invites you...Taxes & benefits Q&A
  23. janúar kl. 13:00 - 14:00

Athugið að fjöldi þátttakenda stýrist af viðmiðum Almannavarna að hverju sinni.
Grímuskylda er á bókasafninu.

...meira

14.1.2021 : Hefðbundinn afgreiðslutími og 20 manna hámark

AfgreidslutimibhHefðbundinn afgreiðslutími verður í gildi 13. janúar - 17. febrúar (miðað við núverandi reglur um samkomutakmarkanir). Nú mega 20 gestir vera á bókasafninu í einu. Athugið að grímuskylda er á safninu. (Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar).

Skilalúgan er opin utan afgreiðslutíma - þegar veður leyfir. 

...meira

18.12.2020 : Afgreiðslutími yfir hátíðarnar

2020-afgreidslutimi-jologaramotNú nálgast jólin, en við verðum með ykkur á Þorláksmessu fyrir alla þá sem þurfa eitthvað gott með jólakakóinu!

Opið er bæði fyrir útlán og skil 28. og 29. desember en lokað verður miðvikudaginn 30. desember. og svo opnum við aftur hress laugardaginn 2. janúar.

 • 23. des. 13-17
 • 24. des. LOKAÐ / CLOSED
 • 25. des. LOKAÐ / CLOSED
 • 26. des. LOKAÐ / CLOSED
 • 28. des. 13-17
 • 29. des. 13-17
 • 30. des. LOKAÐ / CLOSED
 • 31. des. LOKAÐ / CLOSED 
 • 1. jan. LOKAÐ / CLOSED
 • 2. jan. 11-15

...meira

18.11.2020 : Bókasafnið opið - með takmörkunum

Tilkynningar-GRUNNPLAGAT_1605715912537Frá og með 18. nóvember 2020 til og með 12. janúar 2021 verður Bókasafn Hafnarfjarðar opið:

 • Kl. 13:00 - 17:00 alla virka daga
 • Kl. 11:00 - 15:00 á laugardögum

Athugið að fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns.

Grímuskylda er einnig viðhöfð á safninu. 

Panta & sækja-þjónusta:

Áfram verður hægt að panta gögn á virkum dögum í tölvupósti og í skilaboðum á Facebook sem hægt verður að nálgast milli kl. 13 og 17 (11-15 á laugardögum).

Heimildaleitir og bækur eldri en 2019:

 • Heimildaleitir
 • Fræðibækur
 • Skáldsögur eldri en 2019

Við biðjum þá sem eiga þess kost að panta slíkt efni fyrirfram í tölvupósti eða í skilaboðum á Facebook. 

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is