Fréttir

16.4.2021 : Hefðbundinn afgreiðslutími - 20 manna hámark

Skilti-Takmarkanir-april-UHMFrá og með 16. apríl til og með 5. maí munu eftirfarandi reglur gilda á Bókasafni Hafnarfjarðar í samræmi við nýjustu reglugerð um takmörkun á samkomum:

 • 20 manns hámark inni á bókasafninu í einu. 
  Börn fædd 2014 eða fyrr teljast með. 
 • Afgreiðslutími hefðbundinn:
  >> mánudagar - fimmtudagar 10:00 - 19:00
  >> föstudagar 11:00 - 17:00
  >> laugardagar 11:00 - 15:00

Allt bókasafnið er aðgengilegt lánþegum. 

Skilalúgan verður opin þegar bókasafnið er lokað (þegar veður leyfir). 

Grímuskylda er fyrir alla 16 ára og eldri (f. 2004 eða fyrr)

Æskileg grímunotkun fyrir 6-15 ára (f. 2014 - 2005)

Við erum öll Almannavarnir!

...meira

31.3.2021 : Afgreiðslutími Bókasafns Hafnarfjarðar um páskana

2021-paskar-afgreidslutimiBókasafn Hafnarfjarðar óskar öllum gleðilegra páska! 

Afgreiðslutími bókasafnsins verður eftirfarandi um páskana:

 • skírdagur - LOKAÐ
 • föstudagurinn langi - LOKAР
 • laugardagur 3. apríl - 11:00-15:00
 • páskadagur - LOKAР
 • annar í páskum - LOKAР
 • þriðjudagur 6. apríl - 10:00-17:00

Athugið að fjöldatakmarkanir eru í gildi á bókasafninu, talið inn og grímuskylda. 

...meira

25.3.2021 : Breyttur afgreiðslutími og 10 manna hámark

AfgreidslutimiBH-mars-2021Frá og með 25. mars til og með 15. apríl munu eftirfarandi reglur taka gildi á Bókasafni Hafnarfjarðar í samræmi við nýjustu reglugerð um takmörkun á samkomum:

 • 10 manns hámark inni á bókasafninu í einu
 • Afgreiðslutími breytist tímabundið: 
  >> mánudagar - fimmtudagar 10:00 - 17:00
  >> föstudagar 11:00 - 17:00
  >> laugardagar 11:00 - 15:00

Allt bókasafnið verður aðgengilegt lánþegum. 

Skilalúgan verður opin þegar bókasafnið er lokað. 

Grímuskylda er fyrir alla eldri en 6 ára (f. 2014 eða fyrr). 

Við erum öll Almannavarnir. 

...meira

1.3.2021 : Dagskrá marsmánaðar á Bókasafni Hafnarfjarðar

Mars-2021 Dagskrá marsmánaðar er mætt á svæðið . Verið velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar! 

Handavinnuhópurinn verður á sínum stað annan hvern miðvikudag. Sögustundir annan hvern fimmtudag á pólsku og pólski kvennaklúbburinn Klub Kobiet á móti. Sögustundir á íslensku á þriðjudögum kl. 17:00.

 • SnjallSpjall 
  4. febrúar kl. 17:00 : Símar, spjaldtölvur, fartölvur - komdu með það í SnjallSpjall.
 • Myndlistarsýning í samvinnu við Íslenska myndasögusamfélagið
  8. mars kl. 17:00 : verk eftir Árna Jón Gunnarsson, Einar V. Másson, Eddu Katrínu Malmquist og Karítas Gunnarsdóttur verða sýnd. 
 • Augnablik - örfyrirlestur: myndasögugerð
  9. mars kl. 17:00: Magnús Björn Ólafsson mun ræða myndasögugerðarferli og fleira. 
 • Smáræðið - Rut Guðnadóttir: Vampírur, vesen og annað tilfallandi
  13. mars kl. 13:00-14:00. Rut Guðnadóttir mætir eldhress í Smáræðið og les úr fyrstu bók sinni, Vampírur, vesen og annað tilfallandi, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í október síðastliðnum. Viðburðurinn verður í efnisheimum og athugið að grímuskylda er á safninu.
 • Foreldramorgunn - tilfinningar & félagsþroski
  15. mars kl. 10:00-12:00: Fræðsluerindi dagsins er í höndum Dr. Hiroe Terada, höfundi Oran barnabókanna
 • Músíkmóment - Unnur Sara
  23. mars kl. 17:00 : Unnur Sara heimsækir Bókasafn Hafnarfjarðar og heldur uppi seiðandi og afslappandi stemningu með ljúfum tónum úr ýmsum áttum
 • Páskaeggjamálun
  25. mars kl. 17:30-19:00 : Málum saman páskaegg! Viðburðurinn er gjaldfrjáls, og allur efniviður á staðnum.
 • Minecraft byrjendanámskeið fyrir krakka
  Ath. FULLBÓKAÐ!
  27. mars kl. 13:00-15:00 : Snillingarnir í InTrix eru mætt enn og aftur og bjóða krökkum frá 6-10 ára að koma og læra leikinn. 
 • Vínylbíó: Last and First Men
  30. mars kl. 17:00-18:30 : Kvikmynd og hljóðheimur úr smiðju Jóhanns Jóhannssonar byggð á samnefndri vísindaskáldsögu Olaf Stapledon, flutt af sinfóníuhljómsveit breska ríkisútvarpsins ásamt Tildu Swinton

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is