Fréttir

18.11.2020 : Bókasafnið opið - með takmörkunum

Tilkynningar-GRUNNPLAGAT_1605715912537Frá og með 18. nóvember til og með 9. desember verður Bókasafn Hafnarfjarðar opið:

 • Kl. 13:00 - 17:00 alla virka daga
 • Kl. 11:00 - 15:00 á laugardögum

Athugið að fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns að starfsfólki meðtöldu.

Grímuskylda er einnig viðhöfð á safninu. 

Panta & sækja-þjónusta:

Áfram verður hægt að panta gögn á virkum dögum í tölvupósti og í skilaboðum á Facebook sem hægt verður að nálgast milli kl. 13 og 17 (11-15 á laugardögum).

Heimildaleitir og bækur eldri en 2019:

 • Heimildaleitir
 • Fræðibækur
 • Skáldsögur eldri en 2019

Við biðjum þá sem eiga þess kost að panta slíkt efni fyrirfram í tölvupósti eða í skilaboðum á Facebook. 

...meira

9.11.2020 : Kynstrin öll - jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar - 1. og 2. hluti

Kynstrin-3Bókasafn Hafnarfjarðar mun bjóða upp á jólabókahamingju líkt og fyrri ár; Kynstrin öll munu að sjálfsögðu verða á sínum stað, þann 17. og þann 25. nóvember, - beint frá Bókasafni Hafnarfjarðar. Frábærir gestir munu vitja okkar, lesa úr rjóma jólabókanna og sitja svo undir spurningum í umræðum leiddum af Arndísi Þórarinsdóttur, bókmenntafræðingi með meiru.

Vegna samkomutakmarkana verða viðburðirnir í streymi. 


Þann 17. nóvember kl. 20:00 koma til okkar þrír höfundar:

Þann 25. nóvember kl. 20:00 koma til okkar þrír höfundar:

Kynstrin-2

Þau munu lesa úr nýútkomnum bókum og taka létta kryddsíld á verk sín ásamt Arndísi Þórarinsdóttur, bókmenntafræðingi. 

Áhorfendur geta sent inn spurningar og kastað fram hugmyndum á miðlum í þessari gagnvirku útsendingu, sem er sú fyrsta sem Bókasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir á opinberum vettvangi.

Útsendinguna má nálgast á Facebook, á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og á gagn-birtum miðlum. Hlekkur á streymi mun birtast í þessum viðburði er nær dregur.

Gleðilega bókaaðventu!

...meira

2.11.2020 : Skoðanakönnun um vef Bókasafns Hafnarfjarðar

SkodanakonnunVerið er að vinna að nýjum vef fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. 
Ef sem flestir gætu svarað eftirfarandi könnun þá myndu svörin og álit sem flestra nýtast gríðalega vel í undirbúningsvinnu fyrir hinn nýja vef. 

Könnun um vefinn bokasafnhafnarfjardar.is

...meira

19.10.2020 : Lokun safns vegna Covid - en opnað fyrir pantanir

Tilkynningar-GRUNNPLAGATKæru gestir,

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða verður Bókasafn Hafnarfjarðar lokað um óákveðinn tíma.

Gildistími bókasafnsskírteina framlengist sem nemur lokun Bókasafnsins og ekki verða lagðar sektir á safnkost á tímabilinu. Skiladagur allra gagna hefur verið framlengdur til 16. nóvember

Pantanir

Á meðan bókasafnið er lokað verður hægt að panta bækur og önnur safngögn.

Tekið verður við pöntunum á milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga.


Hægt er að panta efni með því að: 

 • senda tölvupóst á bokasafn@hafnarfjordur.is
 • senda skilaboð á Messenger
 • hringja í síma 664 5692

Við höfum samband þegar búið að tína til efnið og hægt verður að sækja pantanir milli klukkan 13:00 og 15.00 á virkum dögum. Vinsamlega hafið meðferðis bókasafnsskírteini eða skilríki.


Hægt er að skoða Leitir.is til að sjá hvað er til hjá Bókasafni Hafnarfjarðar: 

 1. Fara inn á vefinn Leitir.is
 2. Velja safn
 3. Almenningssöfn
 4. Smella á ör hjá "Allt efni í Gegni"
 5. Velja Bókasafn Hafnarfjarðar úr listanum

Gætt verður að ítrustu sóttvarnarreglum.

...meira

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is