Bangsagisting
Við ætlum að halda náttfata-hrekkjavöku-partý fyrir bangsa!
Ef þú vilt að bangsinn þinn taki þátt, komdu með hann/hana/hán 30.október, fylltu út upplýsingablað og við sjáum um að hann/hún/hán skemmti sér vel. Hugsanlega munu bangsarnir lenda í ýmiss konar ævintýrum...
Þú getur síðan sótt hann til okkar 31.október eftir klukkan 14:00 og við hjálpum honum/háni/henni að segja þér frá atburðum næturinnar!
ATHUGIÐ! Takmarkað pláss! Aðeins 13 bangsar komast að. Vinsamlegst sendið tölvupóst á barnadeild@hafnarfjordur.is til að skrá bangsann til leiks.