Bóka- og bíóhátíð barnanna

10.3.2018

Bokogbio16. - 23. mars 2018 stendur Hafnarfjarðarbær fyrir Bóka- og bíóhátíð barnanna. 
Bókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í hátíðahöldunum að venju. 

 • Mánudagur 19. mars kl. 17
  BÓKABINGÓ

  Við spilum bingó í fjölnotasal (kjallara) bókasafnsins. Aðgangur ókeypis og veglegir vinningar í boði fyrir heppna bingóspilara. 
 • Fimmtudagur 22. mars kl. 17-18
  SPUNASÖGUSTUND

  Sögð verður spunasaga í samvinnu við áheyrendur sem hjálpa til við persónusköpun, atburðarás og myndskreytingu. 

Alla dagana meðan á hátíðinni stendur verður eftirfarandi í boði:

 • Útlánaleikur
  Allir sem taka barna- og unglingabækur að láni fá afhenta þátttökuseðla sem þeir geta fyllt út og skilað í skilakassa. Í lok hátíðarinnar verða 3 heppnir þátttakendur dregnir út og hljóta þeir bækur í verðlaun. 
 • Ljóð úr bókatitlum
  Á barna- og unglingadeild geta gestir spreytt sig á að búa til ljóð úr bókatitlum. 
 • Bækur og bíómyndir
  Við stillum fram bókum og bíómyndum gerðum eftir þeim. Allt efnið er að sjálfsögðu til útláns. 


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is