Bóka- og bíóhátíð barnanna

15.10.2019

2019_logoBókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði.

 • Laugardagur 12. okt. kl. 11:30-13:30
  Endurhönnun á bókakápum

  Áhugasamir lesendur geta komið og endurhannað kápuna á uppáhaldsbókinni sinni eða plakatið á uppáhaldsmyndinni sinni. 
 • Mánudagur 14. okt. kl. 16:30
  Bókabíó - The Spiderwick Chronicles

  Myndin verður sýnd í fjölnotasalnum. Myndin er með íslenskum texta og leyfð 7 ára og eldri.
 • Fimmtudagur 17. okt. kl. 17:00
  Bókabingó

  Við spilum bingó í fjölnotasal bókasafnsins. Aðgangur ókeypis og veglegir vinningar í boði fyrir heppna bingóspilara.   
 • Laugardagur 19. okt. kl. 12:00-14:00
  Fjölskylduratleikur

  Fjölskylduratleikur í anda Amazing Race þar sem fjölskyldur keppa um að vera fjótust til að leysa ratleiksþrautir á öllum deildum Bókasafnsins. Skráning á barnadeild@hafnarfjodur.is. 

Auk þess verður alla vikuna hægt að taka þátt í úrklippuverkefni og skoða glæsilega fótboltaútstillingu í glerskápnum. 


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is