Bókasafn Hafnarfjarðar lokar tímabundið

23.3.2020

2017-bokasafn_hafnarfjardar_minni-mynd_1536325774024Meðan hert samkomubann er í gildi mun Bókasafn Hafnarfjarðar vera lokað (frá og með 24. mars). Samkomubannið gildir til og með 12. apríl en lengd þess verður endurskoðuð ef þurfa þykir skv. Covid.is.

Búið er að sjálfkrafa færa skiladag allra safngagna sem eru í láni til 20. apríl.
Engar sektir reiknast því fram til 20. apríl.

Við setjum inn fleiri upplýsingar um þá þjónustu sem við getum boðið upp á um leið og við erum búin að skipuleggja starfið miðað við lög og reglur.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is