Bókasafn Hafnarfjarðar opið

16.3.2020

Logo-BH-mottumarsBókasafn Hafnarfjarðar verður opið samkvæmt ætlun á meðan á samkomubanni stendur. Starfið verður örlítið öðruvísi, en engir viðburðir eða klúbbar verða í boði og ekki verður boðið upp á hið vanalega morgunkaffi.

Afgreiðsla verður aðlöguð að tveggja-metra-reglunni, og allt starfsfólk mun sinna reglulegri sótthreinsun og þrifum, auk þess sem að safnkostur verður reglulega sótthreinsaður og eins tekinn í gegn fyrir hvert útlán og hverja skilun.

Dagblöð verða einungis í boði fyrir hvern dag (munum ekki geyma dagblöð í mánuð eins og venjan er að staðaldri).

Hjálpumst öll að og hugsum vel um okkur og nágrannann.

Við erum öll almannavarnir!


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is