Bókasafnið opnar kl. 10:00 þann 4. maí
Bókasafn Hafnarfjarðar opnar kl. 10:00 þann 4. maí eftir tilslakanir á samkomubanni.
Við tekur hefðbundinn afgreiðslutími.
- 50 gestir geta verið inni á safninu samtímis og eru allir beðnir um að muna tveggja metra regluna
- Öll skil munu fara fram við sjálfsafgreiðsluvélina. Utan opnunartíma má skila í skilalúgu.
- Skilafrestur allra safngagna hefur verið framlengdur til 14. maí svo allir hafi nægan tíma til að skila. Engar sektir reiknuðust á meðan á samkomubanni stóð.
- Búið er að framlengja gildistíma bókasafnsskírteina (sem voru í gildi) um 6 vikur, sem nemur herta samkomubanninu.
Auðvitað þarf ekki að taka fram að fólk með flensulík einkenni, er slappt eða í sóttkví á alls ekki að koma sjálft á safnið né heldur senda aðra til að skila safngögnum!