Búkolla - leiksýning á Bókasafni Hafnarfjarðar

28.5.2018

BrudusyningLíkt og síðustu ár munum við á Bókasafni Hafnarfjarðar enda sögustundaveturinn okkar með því að bjóða upp á leiksýningu á plani bókasafnsins. Í þetta sinn er það brúðuleikhúsið Handbendi sem ætlar að sýna Búkollu föstudaginn 1. júní kl. 10:30 á planinu fyrir framan bókasafnið.

Búið er að senda tölvupóst á alla leikskóla og dagforeldra í Hafnarfirði og við hlökkum til að sjá sem flesta á sýningunni.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is