Calligraphy námskeið á Bókasafni Hafnarfjarðar
25. maí kl. 11:00 - 14:00
Reykjavík Lettering verður með skrautskriftarnámskeið á Bókasafni Hafnarfjarðar laugardaginn 25. maí kl. 11:00-14:00.
Á námskeiðinu kynnast nemendur leturgerðinni Copperplate, en hún er þekktur standard innan skrautskriftar. Nemendur kynnast sögu letursins og uppbyggingu þess, ásamt því að farið verður í helstu gerðir skrautskriftarpenna og að hverju skal hyggja við val á pennum, bleki og pappír. Því næst er farið í gegnum Copperplate stafrófið, pennabeitingin æfð sem og algengar leturskreytingar kenndar.
Námskeiðið er 3 klst. að lengd en allir sem koma á námskeið fá síðan boð í lokaðan Facebook hóp þar sem æfingarnar halda áfram ásamt viðbótarfróðleik.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er:
° Skrautskriftarhefti með öllu copperplate stafrófinu,
leturæfingum og fullt af æfingablöðum.
° Brush-lettering skrautskriftarpenni frá UNI pen.
Verð: 3.000 kr.
Skráning fer fram í gegnum vefsíðuna:
www.reykjaviklettering.com