Dagskrá febrúarmánaðar á Bókasafni Hafnarfjarðar

29.1.2021

Februar-2021-Uppkast-1-Dagskrá febrúarmánaðar er mætt á svæðið. 

Handavinnuhópurinn verður á sínum stað annan hvern miðvikudag. Sögustundir annan hvern fimmtudag á pólsku og pólski kvennaklúbburinn Klub Kobiet á móti. Sögustundir á íslensku á þriðjudögum kl. 17:00. 

 • SnjallSpjall
  4. febrúar kl. 17:00. 
  SnjallSpjall er fyrir alla sem eru ekki alveg vissir um hvernig á að láta græjuna sína gera það sem hún á að gera. Er Facebook alltaf að senda þér póst og þú vilt losna við það? Ertu ekki alveg viss um hvernig er best að vista myndir á símanum þínum? Er fartölvan með sænskt lyklaborð?
  Sama hvað það er þá ertu velkomin með tækið í SnjallSpjall.
  Símar, spjaldtölvur, fartölvur - komdu með það í SnjallSpjall.

 • Co czuję? i Czego potrzebuje? - Zajęcia po dzieciach w wieku 5-6 lat.
  6. febrúar kl. 13:00 Rejestracja jest wymagana na to wydarzenie. Ograniczone przestrzenie. Prosimy o kontakt pod adresem bokasafn@hafnarfjordur.is lub na Facebook.

 • Vinylbíó
  10. febrúar kl. 17:00
  . Í febrúar er það kvikmynd gerð eftir stórkostlegri rokkóperu The Who. Sagan segir frá daufblinda Tommy, sem kemst að því að þrátt fyrir þær hömlur sem honum eru í lífinu settar er hann undrabarn í kúluspili - hann er Konungur kúluspilsins.

 • Smáræðið: upplestur og fjölskyldustund
  13. febrúar kl. 13:00. 
  Mánaðarlega bíður Bókasafn Hafnarfjarðar upp á Smáræðið: upplestur og fjölskyldustund, þar sem höfundur heimsækir okkur og verður með okkur í léttu spjalli. Dagskráin verður miðuð inn á yngri og eldri lesendur til skiptis og farið um víðan völl í íslenskri útgáfu og bókmenntum. Gestur febrúarmánaðar er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, sem les úr bókinni Eldarnir: Ástin og aðarar hamfarir

 • Foreldramorgunn - ungbarnajóga
  15. febrúar kl. 10:00. 
  Foreldramorgnar Bókasafns Hafnarfjarðar eru annan hvern mánudagsmorgun kl. 10:00. Við bjóðum foreldrum og börnum þeirra að koma og hittast í þægilegu umhverfi, fræðast og spjalla um daginn og veginn.

  Þann 15. febrúar mun Jenný Maggý Rúriksdóttir frá jógastúdíóinu Faðmi leiða ungbarnajóga og vera með stutta umfjöllun því tengda. Jenný er menntaður jógakennari og hefur lagt stund á fræðin bæði hérlendis og erlendis ásamt því að leiða meðgöngujóga við Lífsgæðasetur Hafnarfjarðarbæjar í St. Jósefsspítala.

 • Augnablik - örfyrirlestrar
  16. febrúar kl. 17:00. 
  Auðga andann og fræða um allt milli himins og jarðar, merkilegt og ómerkilegt, furðulegt og fyndið, eitthvað sem allir vilja vita og það sem fólk vissi ekki að það vildi vita. Hver fyrirlestur er 15-20 mínútur og á sér stað í aðalsal safnsins.

  Fyrir þá sem hyggja á mikilvæga áfanga í sumar er þessi fyrirlestur einfaldlega ómissandi. Fyrirlesarinn er Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og lífskúnstner, sem einnig rekur brúðarbúðina Loforð.

  Ásdís, sem er sérlegur sérfræðingur í öllu tengdu skipulagi á stórum dögum (sér í lagi hvað varðar útlit), mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga þegar hafist er handa við undirbúning brúðkaups. Hverju má við búast þegar leitað er að hinum eina rétta kjól, skarti, hringapúðum og svo bara öllu hinu fyrir stóra daginn?

 • Músíkmóment - Fjara
  23. febrúar kl. 17:00. 
  Hljómsveitin Fjara mætir í Friðriksdeild (tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar) og leikur þýða tóna fyrir gesti safnsins 23. febrúar næstkomandi.

  Þessi rúmlega ársgamla fjögurra manna hljómsveit leggur áherslu á blæbrigði og andstæður í tónsmíðum sínum og leitast við að ná að halda klassískum rokkhljómi og nútíma'sándi' sem draga áheyrendur með sér í ævintýranlega áheyrnarför.

Athugið að fjöldi þátttakenda stýrist af viðmiðum Almannavarna að hverju sinni.
Grímuskylda er á bókasafninu.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is