Dagskrá marsmánaðar á Bókasafni Hafnarfjarðar

1.3.2021

Mars-2021 Dagskrá marsmánaðar er mætt á svæðið . Verið velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar!

Handavinnuhópurinn verður á sínum stað annan hvern miðvikudag. Sögustundir annan hvern fimmtudag á pólsku og pólski kvennaklúbburinn Klub Kobiet á móti. Sögustundir á íslensku á þriðjudögum kl. 17:00.

 • SnjallSpjall
  4. febrúar kl. 17:00 : Símar, spjaldtölvur, fartölvur - komdu með það í SnjallSpjall.
 • Myndlistarsýning í samvinnu við Íslenska myndasögusamfélagið
  8. mars kl. 17:00 : Myndasögusýningin Strange Communities verður nú sýnd í Bókasafni Hafnarfjarðar frá 8.- 30. mars, og opnar hún formlega í glerrýminu á þriðju hæð kl 17:00.
  Á sýningunni koma fram verk eftir Árna Jón Gunnarsson og Einar V. Másson (Dracula Eats People), Eddu Katrínu Malmquist (Outcast) og Karítas Gunnarsdóttur (F.R.E.A.K.).
  Sýningin er gjaldfrjáls og opin öllum.
 • Augnablik - örfyrirlestur: myndasögugerð
  9. mars kl. 17:00 : Fyrirlesari dagsins er Magnús Björn Ólafsson, en hann ásamt myndlistamanninum Adrien Roche skrifaði myndasöguna Maram, sem kemur út nú í mánuðinum. Magnús mun ræða um ferlið í heild, um myndasögugerð og útgáfu slíkra verka og svo um hina ótrúlegu sögu af perlukafaranum Maram og ævintýrum hans.
 • Smáræðið - Rut Guðnadóttir 
  13. mars kl. 13:00-14:00 : Vampírur, vesen og annað tilfallandi
  Rut Guðnadóttir mætir eldhress í Smáræðið og les úr fyrstu bók sinni, Vampírur, vesen og annað tilfallandi, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í október síðastliðnum.
  Rut elskar uppistand, múmínálfana og að horfa á sömu sjónvarpsseríurnar aftur og aftur. Rut er ekki góð í stærðfræði, er skíthrædd við uppvakninga (en ekki geimverur) og hún er með mjólkuróþol. Rut finnst óþægilegt að skrifa um sjálfa sig í þriðju persónu. Hún hefur áður skrifað pistla og smásögur en Vampírur, vesen og annað tilfallandi er fyrsta skáldsaga hennar. Rut vonar að þú lesir hana.
  Viðburðurinn verður í efnisheimum, á fyrstu hæð bókasafnsins. Athugið að grímuskylda er á safninu.
 • Foreldramorgunn - tilfinningar & félagsþroski
  15. mars kl. 10:00-12:00 : Fræðsluerindi dagsins er í höndum Dr. Hiroe Terada, höfundi Oran barnabókanna, sem hannaðar eru til að hjálpa ungum börnum og foreldrum að vinna með tilfinningar og upplifanir. Rætt verður um hagnýta hlut sem foreldrar geta stundað í daglegu amstri til að hlúa að tilfinninga- og félagsþroska smábarna, m.a. í gegnum tónlist og leik.
  Eftir erindið verða svo umræður og spjall.
  Hlökkum til að sjá ykkur!
 • Músíkmóment - Unnur Sara
  23. mars kl. 17:00 : Unnur Sara heimsækir Bókasafn Hafnarfjarðar og heldur uppi seiðandi og afslappandi stemningu með ljúfum tónum úr ýmsum áttum, vopnuð gítar og Piaf-kenndu brosi. Athugið að grímuskylda er á safninu. 
 • Páskaeggjamálun 
  25. mars kl. 17:30-19:00 : Málum saman páskaegg!
  Nú nálgast páskar, og tími til komin til að föndra smá! Við ætlum að mála páskaegg að pólskum sið undir handleiðslu starfsfólks, og allir eru velkomnir.
  Viðburðurinn er gjaldfrjáls, og allur efniviður á staðnum.
  Hlökkum til að sjá ykkur!
 • Minecraft byrjendanámskeið fyrir krakka 
  Ath. FULLBÓKAÐ!
  27. mars kl. 13:00-15:00 : Hinn geysivinsæli leikur Minecraft kann að virðast örlítið flókinn í fyrstu - hvernig passar þetta allt saman? Hvernig get ég búið til nýja hluti og efni? Hvernig forðast ég að springa í loft upp þegar Læðingur nær mér?!
  Snillingarnir í InTrix eru mætt enn og aftur og bjóða krökkum frá 6-10 ára að koma og læra leikinn, hvort sem þau eru að fara fyrstu skrefin eða þurfa smá hjálp við að smíða geimflaugina sína.
  Takmarkaður sætafjöldi var í boði. Unnið er að því að bæta við fleiri námskeiðum í mars og í haust.
 • Vínylbíó - Last and First Men
  30. mars kl. 17:00-18:30 : Kvikmynd og hljóðheimur úr smiðju Jóhanns Jóhannssonar byggð á samnefndri vísindaskáldsögu Olaf Stapledon, flutt af sinfóníuhljómsveit breska ríkisútvarpsins ásamt Tildu Swinton, sem sögumanni.
  Last and First Men er fimmta innslag Vinylbíóseríu Bókasafns Hafnarfjarðar.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is