Fataskiptimarkaður 30. maí

28.5.2020

FataskiptimarkadurLaugardaginn 30. maí kl. 11:30-14:30 mun Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við nokkra vel valda og hressa einstaklinga standa fyrir fataskiptimarkaði.

Langar þig að breyta til í skápnum? Mættu með það sem er ekki lengur alveg 'þú' og fáðu eitthvað annað!

Þar getur þú einnig komið með gömlu krakkafötin og skipt upp um stærð, og með því tekið þátt í samfélaginu og hjálpað jörðinni um leið.

Markaðurinn verður í fjölnotarými safnsins (kjallara, gengið niður hjá barnadeild), og er fólki heimilt að koma með fatnað og fá flíkur. Það sem ekki gengur út á markaðnum sér safnið um að koma til viðeigandi aðila ef þátttakendur kjósa.

Endilega hafið í huga að fötin þurfa að vera þvegin/hrein og heil og að það má koma með allskonar föt, en einning skó og fylgihluti, jafnt fyrir fullorðna sem börn.

Við hvetjum fólk til að gera vorhreingerningu í skápnum og taka þátt! Sjáumst á Safninu!


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is