Fjölnotapokinn Sporður

30.5.2018

SpordurBókasafn Hafnarfjarðar kynnir með stolti nýja taupoka sem framleiddir voru af fyrirtækinu Motif í Hafnarfirði og eru komnir í sölu í afgreiðslu bókasafnsins. 

Hafnfirðingurinn og listamaðurinn Halldór Rúnarsson gaf okkur góðfúslegt leyfi til afnota á mynd sinni Sporður sem prýðir taupokana ásamt merki bókasafnsins. 

Taupokarnir eru úr sterku lérefti með bláum höldum og botni svo þeir haldist hreinni. Að einnan er lítill vasi sem hentar vel undir t.d. bókasafnsskírteinið! Pokarnir kosta 1.000 kr. og það er von okkar að þeir muni nýtast vel undir bækur, tímarit, tónlist og annað sem lánþegar ferja á milli staða - auk þess að stuðla að minni plastpokanotkun.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is