Foreldramorgnar á Bókasafni Hafnarfjarðar

2.9.2020

Bh-vidburdir-foreldramorgnar-2020Foreldramorgnar Bókasafns Hafnarfjarðar hefja göngu sína í septembermánuði. Við bjóðum foreldrum og börnum þeirra að koma og hittast í þægilegu umhverfi, fræðast og spjalla um daginn og veginn.

  • Á fyrsta fundi vetrarins mánudaginn 14. september kl. 10:00 mun Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, fjalla um algengar tilfinningar og hugsanir foreldra ungra barna og mikilvægi þess að hlúa að sér þegar tekist er á við nýtt hlutverk og breyttar aðstæður.

  • Næsti fundur þar á eftir verður mánudaginn 28. september kl. 10:00. Fræðsluerindið er í höndum Dr. Hiroe Terada, höfundi Oran barnabókanna, sem hannaðar eru til að hjálpa ungum börnum og foreldrum að vinna með tilfinningar og upplifanir. Rætt verður um hagnýta hlut sem foreldrar geta stundað í daglegu amstri til að hlúa að tilfinninga- og félagsþroska smábarna, m.a. í gegnum tónlist og leik.
Eftir erindið verða svo umræður og spjall.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is