Hertar aðgerðir vegna COVID-19

5.10.2020

FblimitsVegna nýrra tilskipana um sóttvarnir verða tímabundið breytingar á starfsemi safnsins. Eins og er hafa ekki verið gefnar út sértilskipanir fyrir menningarhús og söfn, en á meðan við bíðum þeirra komum við til með að nýta alhliðareglur sem gefnar voru út núna um helgina.

  • Opið verður fyrir útlán, en talið verður inn á safnið. Fjórtán gestir geta verið á safninu á sama tíma. Gestir eru beðnir um að sinna erindum sínum hratt og skilmerkilega til að sem flestir komist að.
  • Lesstofa verður lokuð og fólk beðið að dvelja ekki á safninu.
  • Almenningstölvur og prentun verða ekki í boði. 
  • Klúbbar og fræðslusamkomur munu enn vera í boði, en fjöldatakmarkanir verða til staðar. Gengið verður inn á slíkar samkomur um bakdyr og niður í fjölnotasal sem verður sótthreinsaður milli hópa.
  • Opnir viðburðir falla niður eða verður frestað. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu safnsins og á Facebook.

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is