Hópastarf á nýju ári

3.1.2018

New-yearGleðilegt nýtt ár!
Á næstunni fara hinir ýmsu hópar bókasafnsins aftur í gang eftir jólafrí.

Handavinnuhópurinn byrjar aftur fimmtudaginn 4. janúar kl. 17-19.

Bókmenntaklúbburinn Framför hefst miðvikudaginn 10. janúar kl. 19. Á fyrsta fundi ársins verður rætt um bókina Líf á meðal villimanna eftir Shirley Jackson.

Foreldramorgnar hefjast aftur þriðjudaginn 23. janúar kl. 10-12, með skyndihjálparkynningu. Nánari dagskrá verður tilkynnt síðar. 

Heilahristingur - Heimanámsaðstoð Rauða krossins hefst þriðjudaginn 16. janúar kl. 15-17.

Pólskar sögustundir fara aftur í gang miðvikudaginn 24. janúar kl. 17-18:30.Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is