Hrekkjavakan og íslenskir draugar á bókasafninu

24.10.2018

Hrekkjavakan18Á Hrekkjavökunni þann 31. október, kl 17:00 til 18:00, mun Björk Bjarnadóttir, þjóðfræðingur, vera með fræðslu um Hrekkjavökuna og um íslensku draugana. 

Sögustundin er á léttu nótunum fyrir bæði börn og fullorðna. Spáð verður í af hverju við höldum Hrekkjavöku ásamt öllum þeim siðum og skemmtunum sem henni fylgja. Einnig verður skoðað hvernig íslensku draugarnir urðu til, rætt verður um hvernig þeir líta út, hvernig þeir tala, hvort þeir borði mat, hve gamlir þeir verða og hvernig sé hægt að verja sig gegn ásóknum drauga, ásamt því sem nokkrar draugasögur verða sagðar. 

Allir eru velkomnir, börn jafnt sem fullorðnir, minna hræddir og ekkert hræddir og einnig þeir sem eru mjög draughræddir. Því að gestum verður gefinn sérstakakur galdrastafur sem verndar fólk gegn draugum. Hvatt er til þess að fólk mæti klætt í stíl við Hrekkjavökuna. 

Einnig verður Grasagarður Reykjavíkur á svæðinu en starfsmenn hans hafa í sumar gert tilraunir með að rækta fjölbreytt afbrigði graskerja og verður afraksturinn til sýnis á bókasafninu þennan dag.

Mætum sem flest og skemmtum okkur saman við fornan og nýjan fróðleik.

Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is