Íslensku jólafólin

3.12.2018

GrylaFimmtudaginn 13. desember, kl. 17:00, kemur Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur á Bókasafn Hafnarfjarðar og segir frá íslensku jólafólunum. 

Flestir kannast við Grýlu, Leppalúða, jólasveinana 13 og jólaköttinn sem fara á kreik í kringum jólin. Hins vegar eru kannski ekki allir sem þekkja fyrir eiginmenn Grýlu, gömlu jólasveinana Lungnaskvetti, Faldafeyki eða Flotnös og hin börnin þeirra. Fjölskylda Grýlu þótti ekki mjög frýnileg hér áður fyrr og vöktu þau mikinn ótta og óhug hjá fólki, enda var Grýla hryllilega mannæta og jólasveinarnir ullu óskunda hvar sem þeir komu. Þessi furðulega fjölskylda hefur nú mildast töluvert með árunum og jólasveinarnir hafi tekið upp betri siði. 

Sagt verður frá óhugnanlegum sögum og þjóðtrú sem umlykur Grýlu og hennar hyski. Hvar búa jólasveinarnir? Hvaða ráðum beitti fólk til að verja sig gegn jólakettinum eða jólasveinunum í gamla daga? Hvað varð um fyrri menn Grýlu og Grýlu sjálfa?

Allir velkomnir sem þora!

Myndin sem fylgir er af henni Grýlu eftir Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur.


Bókasafn Hafnarfjarðar | Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5690 | Netfang bokasafn@hafnarfjordur.is