Krakkaforritun á Bókasafni Hafnarfjarðar
Á vormisseri munu tölvunarfræðinemar vera með þrjú námskeið í krakkaforritun fyrir 6-12 ára á Bókasafni Hafnarfjarðar.
- Lau. 29. febrúar kl. 12-14 : perlukóðun
Kennd verður tvíundakóðun (e. binarycode) með perlum. Einnig verður skoðað hvernig má nota tvíundakóða sem dulmál og leysa úr kóðanum.
Allt efni á staðnum, ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir og skráning óþörf. - Lau. 14. mars kl. 12-14 : Micro:bit
Einingaforritun fyrir 6-12 ára krakka þar sem stuðst er við Micro:bit, litla tölvu á stærð við kreditkort sem hægt er að forrita til að gera marga skemmtilega hluti, t.d. haga sér eins og teningur eða vasaljós.
Hámark 25 þátttakendur og skráning nauðsynleg . - Lau. 4. apríl kl. 12-14 : Scratch & Makey Makey
Einingaforritun fyrir 6-12 ára krakka þar sem notast er við forritunarappið Scratch og Makey Makey fjarstýringuborð. Hægt er að tengja banana eða leir við Makey Makey svo úr verði takkar.
Hámark 25 þátttakendur og skráning nauðsynleg .