Kynstrin öll - jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar
Bókasafn Hafnarfjarðar verður með metnaðarfulla jóladagskrá í ár líkt og áður. Upplestrar fyrir börnin, jólaföndur fyrir fjölskylduna og tvö upplestrarkvöld fyrir fullorðna. Kaffihúsastemning í samstarfi við Pallett sem sér um veitingasölu.
Eitthvað fyrir alla á öllum aldri!
Laugardagur 18. nóvember kl. 11:30
Upplestur fyrir yngstu börnin
- Áslaug Jónsdóttir: Skrímsli í vanda
- Ásta Rún Valgerðardóttir: Fjölskyldan mín
Strax eftir upplesturinn verður boðið upp á jólaföndur fyrir alla fjölskylduna í fjölnotasal bókasafnsins. Við sköpum huggulega jólastemningu með jólatónlist og piparkökum og föndrum saman.
Fimmtudagur 23. nóvember kl. 20
Upplestrarkvöld I
- Kristín Steinsdóttir: Ekki vera sár
- Bubbi Morthens: Hreistur
- Vilborg Davíðsdóttir: Blóðug jörð
- Halldór Armand: Aftur og aftur
Notaleg kaffihúsastemning í samstarfi við Pallett sem selur veitingar.
Þriðjudagur 28. nóvember kl. 17
Upplestur fyrir börnin
- Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri
- Gunnar Helgason: Amma best
Fimmtudagur 30. nóvember kl. 20
Upplestrarkvöld II
- Gerður Kristný: Smartís
- Einar Már Guðmundsson: Passamyndir
- Lilja Sigurðardóttir: Búrið
- Mikael Torfason: Syndafallið
Notaleg kaffihúsastemning í samstarfi við Pallett sem selur veitingar.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla